Ísland, ESB og LÍÚ Inga Sigrún Atladóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun