Meirihlutinn styður Icesave-samkomulag brjann@frettabladid.is skrifar 25. janúar 2011 07:00 Meirihluti landsmanna vill samþykkja Icesave. Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. Alls vilja 56,4 prósent að samkomulagið verði samþykkt, en 43,6 prósent vilja að því verði hafnað samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vill innan við helmingur samþykkja Icesave-samkomulagið. Af þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust um 47 prósent vilja samþykkja samninginn en tæplega 53 prósent vildu hafna honum. Stuðningurinn við nýja Icesave-samkomulagið er mestur innan Samfylkingarinnar, mun meiri en meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls vill tæplega 71 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar samþykkja samkomulagið en 29 prósent hafna því. Minni stuðningur er við Icesave-samkomulagið hjá Vinstri grænum, 56 prósent vilja samþykkja það en 44 prósent vilja hafna því. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins styður nýja samkomulagið samkvæmt könnuninni. Um 60 prósent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn sögðust vilja samþykkja samkomulagið, en um 40 prósent vildu hafna því. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar til Icesave-samkomulagsins. Um 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu skila auðu, sleppa því að kjósa, eða vildu ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Af þeim stóra hópi vildu ríflega 57 prósent samþykkja samkomulagið en tæplega 43 prósent vildu hafna því. Fólk undir miðjum aldri vill frekar samþykkja Icesave-samkomulagið en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára samþykkja samkomulagið, en um 53 prósent af þeim sem eru 50 ára eða eldri. Karlar eru heldur líklegri en konur til að styðja samkomulagið sem nú hefur náðst. Um 58 prósent karla vilja samþykkja samkomulagið en 55 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að Icesave-samkomulagið sem nú hefur náðst við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt? Alls tóku 73,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Icesave Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. Alls vilja 56,4 prósent að samkomulagið verði samþykkt, en 43,6 prósent vilja að því verði hafnað samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vill innan við helmingur samþykkja Icesave-samkomulagið. Af þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust um 47 prósent vilja samþykkja samninginn en tæplega 53 prósent vildu hafna honum. Stuðningurinn við nýja Icesave-samkomulagið er mestur innan Samfylkingarinnar, mun meiri en meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls vill tæplega 71 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar samþykkja samkomulagið en 29 prósent hafna því. Minni stuðningur er við Icesave-samkomulagið hjá Vinstri grænum, 56 prósent vilja samþykkja það en 44 prósent vilja hafna því. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins styður nýja samkomulagið samkvæmt könnuninni. Um 60 prósent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn sögðust vilja samþykkja samkomulagið, en um 40 prósent vildu hafna því. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar til Icesave-samkomulagsins. Um 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu skila auðu, sleppa því að kjósa, eða vildu ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Af þeim stóra hópi vildu ríflega 57 prósent samþykkja samkomulagið en tæplega 43 prósent vildu hafna því. Fólk undir miðjum aldri vill frekar samþykkja Icesave-samkomulagið en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára samþykkja samkomulagið, en um 53 prósent af þeim sem eru 50 ára eða eldri. Karlar eru heldur líklegri en konur til að styðja samkomulagið sem nú hefur náðst. Um 58 prósent karla vilja samþykkja samkomulagið en 55 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að Icesave-samkomulagið sem nú hefur náðst við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt? Alls tóku 73,4 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Icesave Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira