Fótbolti

UEFA sektaði Barcelona fyrir að mæta of seint til seinni hálfleiks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Villa, Cesc Fabregas og Daniel Alves fagna sigrinum í Ofurbikarnum.
David Villa, Cesc Fabregas og Daniel Alves fagna sigrinum í Ofurbikarnum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði í dag Evrópumeistara Barcelona vegna framkomu liðsins í leiknum á móti Porto í Ofurbikar Evrópu í ágúst. Barcelona vann leikinn 2-0 en þarna mættust sigurvegarar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðasta ári. Leikurinn fór fram á Stade Louis vellinum í Mónakó.

UEFA sektaði Barcelona um 110 þúsund evrur eða um 17 og hálfa milljón íslenskra króna. Barcelona fékk bæði sekt fyrir að mæta tveimur mínútum of seint til seinna hálfleiks sem og fyrir það að stuðningsmenn félagsins kveiktu í tíu blysum upp í stúku.  Barcelona hefur tíma fram á sunnudag til að áfrýja dómnum.

Lionel Messi og Cesc Fabregas skoruðu mörk Barcelona í leiknum. Mark Messi kom sex mínútum fyrir hálfleik og hann lagði síðan upp seinna markið fyrir Cesc þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta var í fjórða sinn sem Barcelona vinnur Ofurbikar UEFA en félagið fagnaði einnig sigri í þessum árlega leik 1992, 1997 og 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×