Guðmundar- og Geirfinnsmál: Fjórir skipa starfshópinn 7. október 2011 11:17 Frá blaðamannafundinum sem haldinn var í dag. Mynd/Stefán Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári en þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherra hélt í dag. „Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar. Í áfangaskýrslu komi fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhalds málsins. Starfshópurinn mun geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telur þörf á,“ segir í tilkynningu. Starfshópinn skipa: Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins. Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og dr. Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þá starfar með hópnum Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneyti. Arndís Soffía er lögfræðingur, með próf frá Lögregluskóla ríkisins og hefur starfað sem lögreglumaður og varðstjóri. Hún starfar nú sem fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Selfossi. Haraldur Steinþórsson er lögfræðingur á lögfræðisviði fjármálaráðuneytisins. Dr. Jón Friðrik Sigurðsson prófessor starfaði um árabil sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, hefur stundað kennslu- og rannsóknarstörf og hefur frá árinu 2001 verið yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss. Almenningur hefur látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmál varða. Þannig hefur innanríkisráðherra fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem skorað er á ráðherra ,,að beita sér fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, sem og rannsókn á vinnubrögðum þeirra sem fóru með rannsókn málanna," eins og segir í inngangi áskorunarinnar. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári en þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherra hélt í dag. „Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar. Í áfangaskýrslu komi fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhalds málsins. Starfshópurinn mun geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telur þörf á,“ segir í tilkynningu. Starfshópinn skipa: Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins. Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og dr. Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þá starfar með hópnum Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneyti. Arndís Soffía er lögfræðingur, með próf frá Lögregluskóla ríkisins og hefur starfað sem lögreglumaður og varðstjóri. Hún starfar nú sem fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Selfossi. Haraldur Steinþórsson er lögfræðingur á lögfræðisviði fjármálaráðuneytisins. Dr. Jón Friðrik Sigurðsson prófessor starfaði um árabil sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, hefur stundað kennslu- og rannsóknarstörf og hefur frá árinu 2001 verið yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss. Almenningur hefur látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmál varða. Þannig hefur innanríkisráðherra fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem skorað er á ráðherra ,,að beita sér fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, sem og rannsókn á vinnubrögðum þeirra sem fóru með rannsókn málanna," eins og segir í inngangi áskorunarinnar.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira