Enski boltinn

Petr Cech er aftur farinn að æfa á fullu með Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech er kominn á fullt eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir á æfingu í síðasta mánuði. Cech tók þátt í æfingu Chelsea-liðsins í dag og ætti að geta spilað á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Það var fyrst búist við því að Petr Cech yrði frá í þrjár til fjórar vikur en hann hefur misst af undanförnum tveimur leikjum Chelsea sem og leikjum Tékklands í undankeppni EM. Endurhæfingin hefur gengið framar vonum og er Cech nú búinn að ná sér.

Chelsea tilkynnti um endurkomu Cech á heimasíðu sinni í dag og sýndi myndbandsupptöku þar sem Cech sést taka á því á æfingu með félögum sínum í Chelsea-liðinu.

Það er samt ekki ljóst hvort að fyrsti leikur hans verði á móti Sunderland á laugardaginn eða á móti Leverkusen í Meistaradeildinni eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×