Það er engin kreppa hjá heppnum eiganda þessarar nýbyggðu lúxusvillu í Singapúr.
Um er að ræða nútímalega villu með sundlaug sem flæðir nánast úr garðinum og inn í húsið. Það er því hægt að stinga sér til sunds beint úr sófanum og synda út í garð eins og sjá má hér.
Athyglisverð hugmynd og örugglega frábært fyrir fólk í þessu heita loftslagi að geta kælt sig með því að rúlla sér úr sjónvarpssófanum í stofunni og beint ofan í ískalda sundlaug.
Úr sófanum beint í sundlaugina
