Kolbeinn: Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 13:00 Kolbeinn Sigþórsson Mynd/Vilhelm Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna. Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkur rétta andlit," segir Kolbeinn. „Við þurfum að kláralega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," segir Kolbeinn. „Það verður að koma í ljós hvernig við spilum en auðvitað viljum við sýna betri fótbolta en í síðasta leik. Það er spilaður meiri sóknarbolti á heimavelli og ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára Kýpur," segir Kolbeinn en þjóðirnar gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Kýpur. „Síðasti leikurinn á mói þeim var svona fram og til baka. Bæði lið áttu mikið af færum. Ég býst við því að við verðum meira með boltann og reynum að sækja. Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess," segir Kolbeinn og bætir við: „Ef við lítum á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur. Við setjum því markmiðið á að vinna þennan leik," segir Kolbeinn. Hann hefur skorað 3 mörk í 7 landsleikjum en á enn eftir að skora í landsleik í undankeppni: „Maður reynir alltaf að setja hann. Það er mitt markmið að skora og vinna og ég vonast til þess að við getum átt góðan dag á morgun," sagði Kolbeinn að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna. Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkur rétta andlit," segir Kolbeinn. „Við þurfum að kláralega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," segir Kolbeinn. „Það verður að koma í ljós hvernig við spilum en auðvitað viljum við sýna betri fótbolta en í síðasta leik. Það er spilaður meiri sóknarbolti á heimavelli og ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára Kýpur," segir Kolbeinn en þjóðirnar gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Kýpur. „Síðasti leikurinn á mói þeim var svona fram og til baka. Bæði lið áttu mikið af færum. Ég býst við því að við verðum meira með boltann og reynum að sækja. Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess," segir Kolbeinn og bætir við: „Ef við lítum á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur. Við setjum því markmiðið á að vinna þennan leik," segir Kolbeinn. Hann hefur skorað 3 mörk í 7 landsleikjum en á enn eftir að skora í landsleik í undankeppni: „Maður reynir alltaf að setja hann. Það er mitt markmið að skora og vinna og ég vonast til þess að við getum átt góðan dag á morgun," sagði Kolbeinn að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira