„Svona strax eftir leik þá er ég ósáttur með að taka ekki þrjú stig hér í kvöld,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld.
„Við lékum vel í kvöld og bjuggum til nokkuð mörg færi. Menn átti bara að vera aðeins svalari fyrir framan markið og setja boltann í netið“.
Þrír mikilvægir leikmenn Vals voru í leikbanni í kvöld, en þeir Arnar Sveinn Geirsson, Atli Sveinn Þórarinsson og Jón Þór Næs voru ekki með Valsliðinu í kvöld.
„Menn komu bara sterkir inn í liðið og sumir voru að leika í nýjum stöðum, þetta hafði ekki mikil áhrif á okkur“.
„Valsliðið spilar aldrei tvo lélega leiki í röð og eftir skelfilegan leik gegn Fram þá komum við sterkir til baka í kvöld“.

