Stjörnuakstur Schumacher í tímamótakeppni 28. ágúst 2011 20:33 Michael Schumacher vann sig upp í 19 sæti í kappakstrinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag. Tuttugu ár eru síðan Schumacher hóf að keppa í Formúlu 1 og það var einmitt á Spa brautinni árið 1991 og það sem gerðist í tímatökunni í gær var því áfall fyrir kappann og ekki síður Mercedes liðið. Eitthvað brást í afturhjólabúnaði bílsins þegar Schumacher var tiltölulega nýkominn inn á brautina í tímatökuna. „Þetta var dásamlegur endur á dásamlegri helgi á Spa. Ég hefði ekki getað komist ofar en í fimmta sæti, en það var góð tilfinning að vinna sig upp um 19 sæti", sagði Schumacher. Vinir hans og fjölskylda var á staðnum, auk fjölda áhangenda hans gegnum tíðina. „Það gaf mér aukinn styrk og ég vil þakka öllum stuðninginn. Fólk upplifði spennandi keppni og keppnisáætlun okkar var vel útfærð. Í heildina litið var þetta tilfinningaríkt og mikið um framúrakstur í dag. Ég hafði áhyggjur af því í upphafi að eitthvað af fljúgandi hlutum (eftir samstuð bíla eftir ræsinguna) gæti lent á bíl mínum og skemmt hann, en ég var heppinn og ekkert slíkt gerðist. Eftir það var bara gaman að elta keppinauta uppi og taka framúr", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag. Tuttugu ár eru síðan Schumacher hóf að keppa í Formúlu 1 og það var einmitt á Spa brautinni árið 1991 og það sem gerðist í tímatökunni í gær var því áfall fyrir kappann og ekki síður Mercedes liðið. Eitthvað brást í afturhjólabúnaði bílsins þegar Schumacher var tiltölulega nýkominn inn á brautina í tímatökuna. „Þetta var dásamlegur endur á dásamlegri helgi á Spa. Ég hefði ekki getað komist ofar en í fimmta sæti, en það var góð tilfinning að vinna sig upp um 19 sæti", sagði Schumacher. Vinir hans og fjölskylda var á staðnum, auk fjölda áhangenda hans gegnum tíðina. „Það gaf mér aukinn styrk og ég vil þakka öllum stuðninginn. Fólk upplifði spennandi keppni og keppnisáætlun okkar var vel útfærð. Í heildina litið var þetta tilfinningaríkt og mikið um framúrakstur í dag. Ég hafði áhyggjur af því í upphafi að eitthvað af fljúgandi hlutum (eftir samstuð bíla eftir ræsinguna) gæti lent á bíl mínum og skemmt hann, en ég var heppinn og ekkert slíkt gerðist. Eftir það var bara gaman að elta keppinauta uppi og taka framúr", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira