Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skoraði eitt marka Örebro í 4-0 sigri á Djurgården í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Ólína kom Örebro í 2-0 með marki á 59. mínútu leiksins en hún lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar eins og venjulega. Edda Garðarsdóttir var þó ekki með Örebo í dag.
Dóra María Lárusdóttir, Katrín Jónsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður voru allir í byrjunarliði Djurgården en Dóra María var tekin af vellii á 64. mínútu.
Örebro komst með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið er nú með 29 stig. Djurgården situr eftir í áttunda sæti með átján stig.
Ólína Guðbjörg skoraði í 4-0 sigri
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
