Að vera eða vera ekki með hjálm? Einar Magnús Magnússon skrifar 15. mars 2011 16:16 Í grein Pawel Bartoszek „Í labbitúr með hjálm?" sem birtist í Fréttablaðinu nýlega koma fram atriði sem ég sé mig knúinn til að fjalla um. Ég ætla ekki að rökræða við Pawel um hvort það sé rétt eða rangt að lögleiða hjálmanotkun fyrir alla. Á þeirri umræðu eru margir fletir sem taka þarf tillit til og ég tel að þeir sem rannsaka umferðarslys og læknar séu hæfari til að leggja mat á það. Það er hinsvegar undarlegt hvernig Pawel notar ótta við forræðishyggju til að hrakyrða kosti hjólreiðahjálma og endurskinsvesta. Um það skal fjallað hér. Pawel talar um það að sökinni sé „alltaf" skellt á hjólandi og gangandi þegar slys eigi sér stað sbr.: „Samt er alltaf allt gert til að skella skuldinni á slys mjúkra vegfarenda á þá sjálfa og skylda þá til að dúða sig upp í skær hlífðarföt svo ökumenn sjái þá." Ég get ekki tekið undir það með honum að svo sé „alltaf". Þess er hinsvegar oft getið að mögulega hefði mátt koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss ef fórnarlambið hefði verið með viðeigandi öryggisútbúnað og ég spyr er eitthvað af því að nefna það? Ímyndum okkur að mikið sé um það að menn rói á bátum sínum til og frá vinnu. Svo gerist það að illa timbraður skipstjóri á vélknúnum fiskibát sofnar við stýrið og siglir á einn árabátinn sem í er maður á leið til vinnu. Maðurinn fellur í sjóinn og drukknar. Skipstjórinn á vélknúna bátnum, enn rakur eftir fyllerí gærkvöldsins og þreyttur, olli slysinu og um það er fjallað í fréttum. Þess er þó jafnframt getið að líklegast hefði mátt bjarga ræðaranum ef hann hefði verið í björgunarvesti. Er ekki allt í lagi að geta þess? Það er mannlegt að gera mistök og það á við um ökumenn líka. Einhverjir þeirra hafa óvart ekið á gangandi fólk og hjólandi. Í mörgum tilfellum, eins og við ölvunarakstur, er ekki hægt að afsaka þá hegðun sem mannleg mistök. Ef hraðinn hefur ekki verið því meiri hefur hjálmur hjólreiðamannsins oft á tíðum komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur að endurskin hafi komið í veg fyrir slys þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að telja þau tilfelli. Pawel segir: „Ef menn þurfa að klæðast hallærislegum fötum og bera með sér egglaga frauðköggul hvert sem þeir fara minnkar það líkur á að venjulegt fólk fari að hjóla." Mig langar að spyrja Pawel hvort hann vilji ekki hvísla þessi orð í eyru þeirra „óvenjulegu" einstaklinga sem eru því þakklátir að hafa verið með hjálm á ögurstundu? Vill hann ekki segja foreldrum þeirra barna sem hjálmurinn hefur bjargað að börnin þeirra hafi verið hallærisleg og að þau séu ekki venjulegt fólk? Með þessum skrifum held ég að Pawel hafi lyft hégómanum í nýjar hæðir. Það er vonandi hægt að afsaka orð hans sem mannleg mistök. Pawel segir að slysum hafi fækkað óverulega þar sem hjálmanotkun var lögleidd. Mér er spurn hvort vera kunni að þau séu ekki eins alvarleg þótt þeim hafi ekki fækkað? Ég er hjólreiðamaður og hjólaði t.d. í myrkrinu í fyrrakvöld í rúmar tvær klukkustundir. Ég var líklega „hallærislegur" og „óvenjulegur", að áliti Pawels, með hjálm og endurskinsvesti en ég tók það ekki nærri mér. Ég fann ekki fyrir þeirri vanlíðan sem Pawel segir fylgja því að hjóla með hjálm og endurskinsvesti. Ég nota endurskinsvesti til að sjást betur og hjálm til að verja það litla sem í kolli mínum er. Læt boðaða tískustefnu hans ekki afvegaleiða mig og bið hann að virða það. Í níu Evrópulöndum er skylda með einum eða öðrum hætti að nota hjálm. Í fjórum löndum er skylt að hvetja til notkunar á hjálmum og er Holland þar á meðal. Í fimm löndum er skylt með einum eða öðrum hætti að nota endurskinsvesti en í þremur löndum skal hvatt til þess. NHTSA (Umferðarstofnun alríkisstjórnar Bandaríkjanna) hefur sent út tilmæli til allra fylkja að þau setji reglur um notkun hjálma. Í 38 fylkjum BNA og þ.m.t. 226 sýslum innan þeirra eru reglur um hjálmaskyldu. Í flestum tilfellum takmarkað við 18 ára og yngri en þó er öllum skylt að nota hjálm í 65 sýslum af þessum 226. Væri verið að gera þetta ef menn teldu engan árangur af notkun þessa búnaðar? Hvað sem líður ótta manna við meinta forræðishyggju þá bið ég um að inn í þá gagnrýni sé ekki blandað undarlegum áróðri gegn öryggisbúnaði sem okkur á að vera „að minnsta kosti" frjálst að nota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Pawel Bartoszek „Í labbitúr með hjálm?" sem birtist í Fréttablaðinu nýlega koma fram atriði sem ég sé mig knúinn til að fjalla um. Ég ætla ekki að rökræða við Pawel um hvort það sé rétt eða rangt að lögleiða hjálmanotkun fyrir alla. Á þeirri umræðu eru margir fletir sem taka þarf tillit til og ég tel að þeir sem rannsaka umferðarslys og læknar séu hæfari til að leggja mat á það. Það er hinsvegar undarlegt hvernig Pawel notar ótta við forræðishyggju til að hrakyrða kosti hjólreiðahjálma og endurskinsvesta. Um það skal fjallað hér. Pawel talar um það að sökinni sé „alltaf" skellt á hjólandi og gangandi þegar slys eigi sér stað sbr.: „Samt er alltaf allt gert til að skella skuldinni á slys mjúkra vegfarenda á þá sjálfa og skylda þá til að dúða sig upp í skær hlífðarföt svo ökumenn sjái þá." Ég get ekki tekið undir það með honum að svo sé „alltaf". Þess er hinsvegar oft getið að mögulega hefði mátt koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss ef fórnarlambið hefði verið með viðeigandi öryggisútbúnað og ég spyr er eitthvað af því að nefna það? Ímyndum okkur að mikið sé um það að menn rói á bátum sínum til og frá vinnu. Svo gerist það að illa timbraður skipstjóri á vélknúnum fiskibát sofnar við stýrið og siglir á einn árabátinn sem í er maður á leið til vinnu. Maðurinn fellur í sjóinn og drukknar. Skipstjórinn á vélknúna bátnum, enn rakur eftir fyllerí gærkvöldsins og þreyttur, olli slysinu og um það er fjallað í fréttum. Þess er þó jafnframt getið að líklegast hefði mátt bjarga ræðaranum ef hann hefði verið í björgunarvesti. Er ekki allt í lagi að geta þess? Það er mannlegt að gera mistök og það á við um ökumenn líka. Einhverjir þeirra hafa óvart ekið á gangandi fólk og hjólandi. Í mörgum tilfellum, eins og við ölvunarakstur, er ekki hægt að afsaka þá hegðun sem mannleg mistök. Ef hraðinn hefur ekki verið því meiri hefur hjálmur hjólreiðamannsins oft á tíðum komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur að endurskin hafi komið í veg fyrir slys þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að telja þau tilfelli. Pawel segir: „Ef menn þurfa að klæðast hallærislegum fötum og bera með sér egglaga frauðköggul hvert sem þeir fara minnkar það líkur á að venjulegt fólk fari að hjóla." Mig langar að spyrja Pawel hvort hann vilji ekki hvísla þessi orð í eyru þeirra „óvenjulegu" einstaklinga sem eru því þakklátir að hafa verið með hjálm á ögurstundu? Vill hann ekki segja foreldrum þeirra barna sem hjálmurinn hefur bjargað að börnin þeirra hafi verið hallærisleg og að þau séu ekki venjulegt fólk? Með þessum skrifum held ég að Pawel hafi lyft hégómanum í nýjar hæðir. Það er vonandi hægt að afsaka orð hans sem mannleg mistök. Pawel segir að slysum hafi fækkað óverulega þar sem hjálmanotkun var lögleidd. Mér er spurn hvort vera kunni að þau séu ekki eins alvarleg þótt þeim hafi ekki fækkað? Ég er hjólreiðamaður og hjólaði t.d. í myrkrinu í fyrrakvöld í rúmar tvær klukkustundir. Ég var líklega „hallærislegur" og „óvenjulegur", að áliti Pawels, með hjálm og endurskinsvesti en ég tók það ekki nærri mér. Ég fann ekki fyrir þeirri vanlíðan sem Pawel segir fylgja því að hjóla með hjálm og endurskinsvesti. Ég nota endurskinsvesti til að sjást betur og hjálm til að verja það litla sem í kolli mínum er. Læt boðaða tískustefnu hans ekki afvegaleiða mig og bið hann að virða það. Í níu Evrópulöndum er skylda með einum eða öðrum hætti að nota hjálm. Í fjórum löndum er skylt að hvetja til notkunar á hjálmum og er Holland þar á meðal. Í fimm löndum er skylt með einum eða öðrum hætti að nota endurskinsvesti en í þremur löndum skal hvatt til þess. NHTSA (Umferðarstofnun alríkisstjórnar Bandaríkjanna) hefur sent út tilmæli til allra fylkja að þau setji reglur um notkun hjálma. Í 38 fylkjum BNA og þ.m.t. 226 sýslum innan þeirra eru reglur um hjálmaskyldu. Í flestum tilfellum takmarkað við 18 ára og yngri en þó er öllum skylt að nota hjálm í 65 sýslum af þessum 226. Væri verið að gera þetta ef menn teldu engan árangur af notkun þessa búnaðar? Hvað sem líður ótta manna við meinta forræðishyggju þá bið ég um að inn í þá gagnrýni sé ekki blandað undarlegum áróðri gegn öryggisbúnaði sem okkur á að vera „að minnsta kosti" frjálst að nota.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun