Að vera eða vera ekki með hjálm? Einar Magnús Magnússon skrifar 15. mars 2011 16:16 Í grein Pawel Bartoszek „Í labbitúr með hjálm?" sem birtist í Fréttablaðinu nýlega koma fram atriði sem ég sé mig knúinn til að fjalla um. Ég ætla ekki að rökræða við Pawel um hvort það sé rétt eða rangt að lögleiða hjálmanotkun fyrir alla. Á þeirri umræðu eru margir fletir sem taka þarf tillit til og ég tel að þeir sem rannsaka umferðarslys og læknar séu hæfari til að leggja mat á það. Það er hinsvegar undarlegt hvernig Pawel notar ótta við forræðishyggju til að hrakyrða kosti hjólreiðahjálma og endurskinsvesta. Um það skal fjallað hér. Pawel talar um það að sökinni sé „alltaf" skellt á hjólandi og gangandi þegar slys eigi sér stað sbr.: „Samt er alltaf allt gert til að skella skuldinni á slys mjúkra vegfarenda á þá sjálfa og skylda þá til að dúða sig upp í skær hlífðarföt svo ökumenn sjái þá." Ég get ekki tekið undir það með honum að svo sé „alltaf". Þess er hinsvegar oft getið að mögulega hefði mátt koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss ef fórnarlambið hefði verið með viðeigandi öryggisútbúnað og ég spyr er eitthvað af því að nefna það? Ímyndum okkur að mikið sé um það að menn rói á bátum sínum til og frá vinnu. Svo gerist það að illa timbraður skipstjóri á vélknúnum fiskibát sofnar við stýrið og siglir á einn árabátinn sem í er maður á leið til vinnu. Maðurinn fellur í sjóinn og drukknar. Skipstjórinn á vélknúna bátnum, enn rakur eftir fyllerí gærkvöldsins og þreyttur, olli slysinu og um það er fjallað í fréttum. Þess er þó jafnframt getið að líklegast hefði mátt bjarga ræðaranum ef hann hefði verið í björgunarvesti. Er ekki allt í lagi að geta þess? Það er mannlegt að gera mistök og það á við um ökumenn líka. Einhverjir þeirra hafa óvart ekið á gangandi fólk og hjólandi. Í mörgum tilfellum, eins og við ölvunarakstur, er ekki hægt að afsaka þá hegðun sem mannleg mistök. Ef hraðinn hefur ekki verið því meiri hefur hjálmur hjólreiðamannsins oft á tíðum komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur að endurskin hafi komið í veg fyrir slys þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að telja þau tilfelli. Pawel segir: „Ef menn þurfa að klæðast hallærislegum fötum og bera með sér egglaga frauðköggul hvert sem þeir fara minnkar það líkur á að venjulegt fólk fari að hjóla." Mig langar að spyrja Pawel hvort hann vilji ekki hvísla þessi orð í eyru þeirra „óvenjulegu" einstaklinga sem eru því þakklátir að hafa verið með hjálm á ögurstundu? Vill hann ekki segja foreldrum þeirra barna sem hjálmurinn hefur bjargað að börnin þeirra hafi verið hallærisleg og að þau séu ekki venjulegt fólk? Með þessum skrifum held ég að Pawel hafi lyft hégómanum í nýjar hæðir. Það er vonandi hægt að afsaka orð hans sem mannleg mistök. Pawel segir að slysum hafi fækkað óverulega þar sem hjálmanotkun var lögleidd. Mér er spurn hvort vera kunni að þau séu ekki eins alvarleg þótt þeim hafi ekki fækkað? Ég er hjólreiðamaður og hjólaði t.d. í myrkrinu í fyrrakvöld í rúmar tvær klukkustundir. Ég var líklega „hallærislegur" og „óvenjulegur", að áliti Pawels, með hjálm og endurskinsvesti en ég tók það ekki nærri mér. Ég fann ekki fyrir þeirri vanlíðan sem Pawel segir fylgja því að hjóla með hjálm og endurskinsvesti. Ég nota endurskinsvesti til að sjást betur og hjálm til að verja það litla sem í kolli mínum er. Læt boðaða tískustefnu hans ekki afvegaleiða mig og bið hann að virða það. Í níu Evrópulöndum er skylda með einum eða öðrum hætti að nota hjálm. Í fjórum löndum er skylt að hvetja til notkunar á hjálmum og er Holland þar á meðal. Í fimm löndum er skylt með einum eða öðrum hætti að nota endurskinsvesti en í þremur löndum skal hvatt til þess. NHTSA (Umferðarstofnun alríkisstjórnar Bandaríkjanna) hefur sent út tilmæli til allra fylkja að þau setji reglur um notkun hjálma. Í 38 fylkjum BNA og þ.m.t. 226 sýslum innan þeirra eru reglur um hjálmaskyldu. Í flestum tilfellum takmarkað við 18 ára og yngri en þó er öllum skylt að nota hjálm í 65 sýslum af þessum 226. Væri verið að gera þetta ef menn teldu engan árangur af notkun þessa búnaðar? Hvað sem líður ótta manna við meinta forræðishyggju þá bið ég um að inn í þá gagnrýni sé ekki blandað undarlegum áróðri gegn öryggisbúnaði sem okkur á að vera „að minnsta kosti" frjálst að nota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í grein Pawel Bartoszek „Í labbitúr með hjálm?" sem birtist í Fréttablaðinu nýlega koma fram atriði sem ég sé mig knúinn til að fjalla um. Ég ætla ekki að rökræða við Pawel um hvort það sé rétt eða rangt að lögleiða hjálmanotkun fyrir alla. Á þeirri umræðu eru margir fletir sem taka þarf tillit til og ég tel að þeir sem rannsaka umferðarslys og læknar séu hæfari til að leggja mat á það. Það er hinsvegar undarlegt hvernig Pawel notar ótta við forræðishyggju til að hrakyrða kosti hjólreiðahjálma og endurskinsvesta. Um það skal fjallað hér. Pawel talar um það að sökinni sé „alltaf" skellt á hjólandi og gangandi þegar slys eigi sér stað sbr.: „Samt er alltaf allt gert til að skella skuldinni á slys mjúkra vegfarenda á þá sjálfa og skylda þá til að dúða sig upp í skær hlífðarföt svo ökumenn sjái þá." Ég get ekki tekið undir það með honum að svo sé „alltaf". Þess er hinsvegar oft getið að mögulega hefði mátt koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss ef fórnarlambið hefði verið með viðeigandi öryggisútbúnað og ég spyr er eitthvað af því að nefna það? Ímyndum okkur að mikið sé um það að menn rói á bátum sínum til og frá vinnu. Svo gerist það að illa timbraður skipstjóri á vélknúnum fiskibát sofnar við stýrið og siglir á einn árabátinn sem í er maður á leið til vinnu. Maðurinn fellur í sjóinn og drukknar. Skipstjórinn á vélknúna bátnum, enn rakur eftir fyllerí gærkvöldsins og þreyttur, olli slysinu og um það er fjallað í fréttum. Þess er þó jafnframt getið að líklegast hefði mátt bjarga ræðaranum ef hann hefði verið í björgunarvesti. Er ekki allt í lagi að geta þess? Það er mannlegt að gera mistök og það á við um ökumenn líka. Einhverjir þeirra hafa óvart ekið á gangandi fólk og hjólandi. Í mörgum tilfellum, eins og við ölvunarakstur, er ekki hægt að afsaka þá hegðun sem mannleg mistök. Ef hraðinn hefur ekki verið því meiri hefur hjálmur hjólreiðamannsins oft á tíðum komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur að endurskin hafi komið í veg fyrir slys þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að telja þau tilfelli. Pawel segir: „Ef menn þurfa að klæðast hallærislegum fötum og bera með sér egglaga frauðköggul hvert sem þeir fara minnkar það líkur á að venjulegt fólk fari að hjóla." Mig langar að spyrja Pawel hvort hann vilji ekki hvísla þessi orð í eyru þeirra „óvenjulegu" einstaklinga sem eru því þakklátir að hafa verið með hjálm á ögurstundu? Vill hann ekki segja foreldrum þeirra barna sem hjálmurinn hefur bjargað að börnin þeirra hafi verið hallærisleg og að þau séu ekki venjulegt fólk? Með þessum skrifum held ég að Pawel hafi lyft hégómanum í nýjar hæðir. Það er vonandi hægt að afsaka orð hans sem mannleg mistök. Pawel segir að slysum hafi fækkað óverulega þar sem hjálmanotkun var lögleidd. Mér er spurn hvort vera kunni að þau séu ekki eins alvarleg þótt þeim hafi ekki fækkað? Ég er hjólreiðamaður og hjólaði t.d. í myrkrinu í fyrrakvöld í rúmar tvær klukkustundir. Ég var líklega „hallærislegur" og „óvenjulegur", að áliti Pawels, með hjálm og endurskinsvesti en ég tók það ekki nærri mér. Ég fann ekki fyrir þeirri vanlíðan sem Pawel segir fylgja því að hjóla með hjálm og endurskinsvesti. Ég nota endurskinsvesti til að sjást betur og hjálm til að verja það litla sem í kolli mínum er. Læt boðaða tískustefnu hans ekki afvegaleiða mig og bið hann að virða það. Í níu Evrópulöndum er skylda með einum eða öðrum hætti að nota hjálm. Í fjórum löndum er skylt að hvetja til notkunar á hjálmum og er Holland þar á meðal. Í fimm löndum er skylt með einum eða öðrum hætti að nota endurskinsvesti en í þremur löndum skal hvatt til þess. NHTSA (Umferðarstofnun alríkisstjórnar Bandaríkjanna) hefur sent út tilmæli til allra fylkja að þau setji reglur um notkun hjálma. Í 38 fylkjum BNA og þ.m.t. 226 sýslum innan þeirra eru reglur um hjálmaskyldu. Í flestum tilfellum takmarkað við 18 ára og yngri en þó er öllum skylt að nota hjálm í 65 sýslum af þessum 226. Væri verið að gera þetta ef menn teldu engan árangur af notkun þessa búnaðar? Hvað sem líður ótta manna við meinta forræðishyggju þá bið ég um að inn í þá gagnrýni sé ekki blandað undarlegum áróðri gegn öryggisbúnaði sem okkur á að vera „að minnsta kosti" frjálst að nota.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun