Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta valdi í dag leikmannahópinn sem mætir Úkraínu í vináttulandsleik á útivelli þann 24. mars. Leikurinn er hluti af undirbúningnum fyrir lokakeppni Evrópumeistaramótsin sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Þann 28. mars leikur Íslands gegn Englendingum í Preston.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður en Aron Jóhannsson úr AGF í Danmörku er eini nýliðinn:
Markmenn:
Haraldur Björnsson – Valur
Arnar Darri Pétursson – SönderjyskE
Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson - West Ham
Hjörtur Logi Valgarðsson – Gautaborg
Skúli Jón Friðgeirsson – KR
Jósef Kristinn Jósefsson – Burgas
Elfar Freyr Helgason – Breiðablik
Guðmundur Reynir Gunnarsson – KR
Finnur Orri Margeirsson - Breiðablik
Miðjumenn:
Bjarni Þór Viðarsson – Mechelen
Andrés Már Jóhannesson – Fylkir
Almarr Ormarsson – Fram
Guðlaugur Victor Pálsson – Hibernian
Þórarinn Ingi Valdimarsson – ÍBV
Björn Daníel Sverrisson - FH
Sóknarmenn:
Kristinn Steindórsson – Breiðablik
Björn Bergmann Sigurðarson – Lilleström
Aron Jóhannsson - AGF
