Innlent

Annir á lokadögum þingsins

Þrátt fyrir að mikill tími alþingismanna hafi að undanförnu farið í að ræða um þingstörfin voru fáir þingmenn í þingsalnum þegar myndatökumaður fréttastofu var á ferðinni í dag. Auk þingforseta og Ásbjörns Óttarssonar sem var í ræðustól voru þrír aðrir þingmenn í salnum. Mynd/Sigurjón
Þrátt fyrir að mikill tími alþingismanna hafi að undanförnu farið í að ræða um þingstörfin voru fáir þingmenn í þingsalnum þegar myndatökumaður fréttastofu var á ferðinni í dag. Auk þingforseta og Ásbjörns Óttarssonar sem var í ræðustól voru þrír aðrir þingmenn í salnum. Mynd/Sigurjón
Störfum Alþingis fyrir sumarfrí lýkur á næstu dögum en ekki hefur enn tekist samkomulag milli þingflokksformanna um þinglok. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur lagt áherslu á að starfsáætlun þingsins haldi. Samkvæmt áætluninni eiga eldhúsdagsumræður að fara fram annað kvöld.

Undanfarna daga hafa þingmenn tekist harkalega á um vinnubrögð í þinginu og um hvernig best sé að nýta síðustu starfsdagana. Brýnt sé að nota þessa daga með skynsömum hætti og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gagnrýnt hversu mikill tími hefur farið í að ræða svonefnt minna frumvarp Jón Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði til að mynda orð á því fyrr í dag að með ólíkindum væri að þingið væri að fjalla um frumvarp Jóns með það fyrir augum að ná að samþykja það á allra næstu dögum. Afar mikil vinna væri eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×