Innlent

Selja notaðar bækur á 1000 kr/kg

Í húsnæðinu var starfrækt verslun frá árinu 1908 til ársins 1999
Í húsnæðinu var starfrækt verslun frá árinu 1908 til ársins 1999 Mynd/ Sunna Dís Másdóttir
Gamla bókabúðin á Flateyri hefur nú opnað dyrnar sínar fyrir sumrinu en þar eru notaðar bækur nú vigtaðar á gömlu búðarvigtinni og seldar fyrir 1000 krónur kílóið.

Í búðinni er einnig hægt að versla minjagripi, sælgæti í kramarhúsum, ýmsa smávöru og álnavöru, auk þess sem börnum er leyft spreyta sig á því að vigta á gömlu voginni og skrifa með bleki eða griffli.

Í húsnæði bókarbúðarinnar var starfrækt verslun frá árinu 1908 til 1999 en Minjasjóður Önundarfjarðar festi kaup á húsnæðinu árið 2003. Heimili hjónanna Jóns og Guðrúnar, sem komu versluninni á fót, fylgdi með í kaupunum og er það opið gestum búðarinnar en flestir innanstokksmunir sem heimilið prýða eru frá því fyrir 1950.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×