Erlent

Börn og fjölskyldur á vergangi í Abidjan

Íbúar Abobo úthverfisins í Abidjan.
Íbúar Abobo úthverfisins í Abidjan. Mynd/ AP
Börn og fjölskyldur eru á vergangi í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, í kjölfar þeirra átaka sem urðu í kringum forsetakosningar þar í landi og geta foreldrar enn ekki tryggt börnum sínum næringu, jafnvel nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá kosningum.

Í tilkynningu frá Barnaheill - Save the Children á Íslandi segir að þörfin fyrir hjálp á svæðinu sé brýn en fjármagn samtakanna sé nú að þrotum komið.

Fyrir átökin var ástandið á Fílabeinsströndinni þegar bágt en þá var eitt af hverjum þremur börnum undir fimm ára aldri vannært og eitt af hverjum fimm var of létt, ef marka má opinbera tölfræði.

Barnaheill vinna nú að því að setja upp staðgreiðslukerfi sem gerir fjölskyldum kleift að kaupa matvæli á heimamörkuðum þannig að ekki aðeins verði börnunum tryggð næring, heldur verði staða bænda og endursöluaðila í landinu einnig styrkt.

Nánari upplýsingar veitir Petrína Ásgeirsdóttir (petrina@barnaheill.is), framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í síma 663 0547.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×