Erlent

Fátækum Dönum fjölgar stórlega

Óli Tynes skrifar
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn.
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn.
Dönum sem lifa undir fátækramörkum OECD hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Í nýjum upplýsingum frá Atvinnuráði dönsku verkalýðshreyfingarinnar segir að árið 2009 hafi 234 þúsund manns lifað undir fátækramörkum. Þeim hafði fjölgað um 55 prósent á sjö árum.

 

Þetta er mikill viðsnúningur. Árið 2001 var Danmörk það land í Evrópu sem hafði fæsta fátæklinga. Núna eru þeir númer ellefu. Ekki er greint frá því hvernig fátæklingar skiptast í þjóðfélaginu, en meðal þeirra mun vera nokkuð hátt hlutfall af innflytjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×