Innlent

MS hættir að forverðmerkja osta

Mjólkursamsalan hefur frá 1. júní hætt forverðmerkingu osta og byrjar í dag að dreifa þeim óforverðmerktum til verslana. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé í samræmi við nýjar reglur Neytendastofu og tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að vörur sem áður voru forverðmerktar á markaðnum skulu nú verða óforverðmerktar. MS á ennþá til birgðir af ostum sem eru forverðmerktar og munu þær klárast í júnímánuði.

„Neytendur sjá kílóaverð í verðmerkingum verslanna og  geta séð verðið á hverri einingu með því að bera hana upp að skanna sem flestar verslanir eru komnar með, eða eru að koma sér upp, þessa daganna,“ segir einnig.

Þá segir að í haust myni Mjólkursamsalan gera breytingar á ostaskurði og þá er gert ráð fyrir að allur ostur í bitum og sneiðum verði staðlaður í þyngd og þá verði sama verð á öllum ostastykkjum og sneiðum,  sömu tegundar. „Þetta á að gera neytendum auðveldara fyrir að sjá hvað hver eining kostar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×