Innlent

Börn neita að taka Rítalín vegna umræðunnar

Foreldrar ungmenna með ADHD segja börn sín neita að taka lyfin í kjölfar neikvæðrar umræðu í fjölmiðlum.
Foreldrar ungmenna með ADHD segja börn sín neita að taka lyfin í kjölfar neikvæðrar umræðu í fjölmiðlum. Mynd/Haraldur Jónasson
Foreldrar ungmenna með ADHD segja þau nú neita að taka lyfin í kjölfar umræðunnar sem hefur átt sér stað í kringum misnotkun á metýlfenídat lyfjum og skyldum lyfjum, s.s. Rítalíni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn ADHD samtakanna sendi frá sér en fjöldi félaga eru ósáttir við það hvernig Rítalíni og skyldum lyfjum hefur nánast eingöngu verið lýst sem dópi í fjölmiðlum.

Stjórn ADHD (athyglisbrestur með ofvirkni) bendir á að margir einstaklingar þurfi á lyfjunum að halda til þess að geta stundað skóla, atvinnu, og haft tök á lífinu og tilverunni. Vilja samtökin því ítreka það að um sé að ræða lyf sem fyrst og fremst séu ætluð til lækninga en ekki þeirrar misnotkunar sem borið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarið, þó svo undantekningartilvikin er varða misnotkun séu mjög áberandi og sorgleg.

Vill stjórnin því að farið sé varlega í umræðu um lyfin enda sé þeim fyrst og fremst ávísað til að hjálpa fólki. Lækning sé tilgangur lyfjanna. Misnotkunin sé hins vegar eitthvað sem stjórnvöld þurfi að taka á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×