Keypti Domino's fyrir minna en helming af því sem hann seldi það á Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júlí 2011 12:00 Birgir Þór Bieltvedt. Birgir Þór Bieltvedt sem gengið hefur frá kaupum á Domino's af Landsbankanum keypti fyrirtækið á minna en helming af því sem hann seldi það á árinu 2005. Þá voru skuldir þess upp á einn og hálfan milljarð króna felldar niður hjá Landsbankanum áður en fyrirtækið var selt til Birgirs Þórs. Magnús Kristinsson, fjárfestir og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, skildi eftir nærri tveggja milljarða króna skuldir inni í móðurfélagi Dominos, Pizza-Pizza ehf. miðað við stöðu félagsins samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2009. Landsbankinn tók síðan félagið yfir vegna erfiðrar skuldastöðu. Í gær var gengið frá sölu á félaginu til Birgis Þórs Bieltvedt en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum króna. Kaupverð með skuldum er því 560 milljónir. Birgir Þór stofnaði móðurfélag Domino's á Íslandi árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005, er félagið var selt. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 var 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðshlutdeild hér á landi. Birgir Þór er því að kaupa fyrirtækið núna, sex árum síðar, fyrir minna en helminginn af því sem það var verðlagt á þegar hann seldi það. Birgir Þór sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði selt fyrirtækið með hagnaði árið 2005 og sagði að fjárhæðin 1100 milljónir króna væri nærri lagi sem söluverð, þó hann myndi ekki töluna nákvæmlega. Var hóflega skuldsett þegar Birgir Þór seldi það Domino's rekur mun fleiri verslanir nú en þegar Birgir Þór seldi félagið á sínum tíma. Samkvæmt ársreikningi Pizza Pizza ehf. voru skuldir félagsins átján hundruð milljónir í lok árs 2009, en félagið hefur ekki skilað ársreikningi frá 2010. Það þýðir að Landsbankinn felldi niður skuldir upp á að minnsta kosti einn og hálfan milljarð króna áður en félagið var selt til Birgis Þórs á dögunum. Félagið virðist hafa verið hóflega skuldsett þegar Birgir Þór seldi það sínum tíma en í lok árs 2004 voru skuldir þess 220 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi. Þær nífölduðust því í höndum nýrra eigenda á aðeins fjórum árum, frá 2005 til 2009. Þess ber þó að geta að fyrirtækið opnaði margar nýjar verslanir á þessum árum. Birgir Þór var meðal hluthafa Domino's í Þýskalandi en seldi fyrirtækið til rekstraraðila Domino's á Bretlandseyjum í apríl á þessu ári. „Domino's hafði samband við mig í lok árs 2009 til að koma að rekstri Domino's í Þýskalandi. Það er það sem ég gerði. Við seldum Domino's í Þýskalandi í apríl til Domino's á Englandi, sem er einn stærsti sérleyfishafi fyrirtækisins á heimsvísu, og áhugi minn beindist aftur að Domino's á Íslandi eftir það," segir Birgir Þór. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International. Salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 19. júlí 2011 15:15 Spenntur fyrir verkefninu Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. 20. júlí 2011 05:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Birgir Þór Bieltvedt sem gengið hefur frá kaupum á Domino's af Landsbankanum keypti fyrirtækið á minna en helming af því sem hann seldi það á árinu 2005. Þá voru skuldir þess upp á einn og hálfan milljarð króna felldar niður hjá Landsbankanum áður en fyrirtækið var selt til Birgirs Þórs. Magnús Kristinsson, fjárfestir og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, skildi eftir nærri tveggja milljarða króna skuldir inni í móðurfélagi Dominos, Pizza-Pizza ehf. miðað við stöðu félagsins samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2009. Landsbankinn tók síðan félagið yfir vegna erfiðrar skuldastöðu. Í gær var gengið frá sölu á félaginu til Birgis Þórs Bieltvedt en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum króna. Kaupverð með skuldum er því 560 milljónir. Birgir Þór stofnaði móðurfélag Domino's á Íslandi árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005, er félagið var selt. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 var 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðshlutdeild hér á landi. Birgir Þór er því að kaupa fyrirtækið núna, sex árum síðar, fyrir minna en helminginn af því sem það var verðlagt á þegar hann seldi það. Birgir Þór sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði selt fyrirtækið með hagnaði árið 2005 og sagði að fjárhæðin 1100 milljónir króna væri nærri lagi sem söluverð, þó hann myndi ekki töluna nákvæmlega. Var hóflega skuldsett þegar Birgir Þór seldi það Domino's rekur mun fleiri verslanir nú en þegar Birgir Þór seldi félagið á sínum tíma. Samkvæmt ársreikningi Pizza Pizza ehf. voru skuldir félagsins átján hundruð milljónir í lok árs 2009, en félagið hefur ekki skilað ársreikningi frá 2010. Það þýðir að Landsbankinn felldi niður skuldir upp á að minnsta kosti einn og hálfan milljarð króna áður en félagið var selt til Birgis Þórs á dögunum. Félagið virðist hafa verið hóflega skuldsett þegar Birgir Þór seldi það sínum tíma en í lok árs 2004 voru skuldir þess 220 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi. Þær nífölduðust því í höndum nýrra eigenda á aðeins fjórum árum, frá 2005 til 2009. Þess ber þó að geta að fyrirtækið opnaði margar nýjar verslanir á þessum árum. Birgir Þór var meðal hluthafa Domino's í Þýskalandi en seldi fyrirtækið til rekstraraðila Domino's á Bretlandseyjum í apríl á þessu ári. „Domino's hafði samband við mig í lok árs 2009 til að koma að rekstri Domino's í Þýskalandi. Það er það sem ég gerði. Við seldum Domino's í Þýskalandi í apríl til Domino's á Englandi, sem er einn stærsti sérleyfishafi fyrirtækisins á heimsvísu, og áhugi minn beindist aftur að Domino's á Íslandi eftir það," segir Birgir Þór. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International. Salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 19. júlí 2011 15:15 Spenntur fyrir verkefninu Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. 20. júlí 2011 05:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International. Salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 19. júlí 2011 15:15
Spenntur fyrir verkefninu Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. 20. júlí 2011 05:00