Erlent

Enn leitað að McCann - Hún er hugsanlega í Bandaríkjunum

Heimsbyggðin spyr sig enn hvar McCann er.
Heimsbyggðin spyr sig enn hvar McCann er.
Portúgalska lögreglan hefur ekki enn gefið upp vonina um að finna Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007. Einkaspæjari heldur því fram að stúlkunni hafi verið smyglað til Bandaríkjanna.

Það var árið 2007 sem breska stúlkan, Madeleine McCann, hvarf af hótelherbergi foreldra sinna í Portúgal. Einhver umfangsmesta leit sem um getur fór svo fram til þess að finna hvað varð af stúlkunni, en allt án árangurs.

Nú hefur einkaspæjarinn Marcelino Italiano stigið fram og heldur því fram að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að barnaníðingshringur hafi smyglað stúlkunni til Bandaríkjanna.

Fregnir hafa borist af stúlkunni í víðsvegar um heiminn en þær upplýsingar hafa ekki enn leitt til árangurs. Portúgalska lögreglan skoðar nú þessar upplýsingar af fullri alvöru.

Einkaspæjarinn segir glæpahringinn staðsettan í Algarve í Portúgal og tengjast öðrum alræmdum barnaníðingshring sem er grunaður um að hafa misnotað fjölda barna í gegnum tíðina.

Talsmaður foreldra stúlkunnar segjast þakklátir einkaspæjaranum fyrir nýju upplýsingarnar sem verða nú kannaðar rækilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×