Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. AP Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Þetta er fyrsti sigur Donald í Bandaríkjunum frá árinu 2006 en margir voru farnir að efast um að hann gæti blandað sér í baráttuna um efstu sæti heimslistans. Donald byrjaði gríðarlega vel gegn Kaymer í úrslitaleiknum sem fór fram við undarlegar aðstæður í eyðimörkinni í Arizona þar sem að haglél og kaldir vindar voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kaymer náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum með árangri sínum en hann velti Lee Westwood úr efsta sætinu. Donald sýndi styrk sinn á þessu móti en hann lék m.a. aldrei 18 brautina á keppnisvellinum þar sem hann var ávallt búinn að sigra mótherja sína áður. Donald er nú í þriðja sæti heimslistans og Tiger Woods er í því fimmta en hann féll úr keppni í strax í fyrstu umferð. Norður-Írinn Graeme McDowell er í því fjórða. Eins og áður segir hafði Donald ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2006 en hinn 33 ára gamli Donald hafði aldrei sigrað áður á heimsmótaröðinni. Heimsmótið í holukeppni fór fram í 13. sinn en úrslitaleikurinn var aðeins 18 holur en úrslitaleikirnir hafa ávallt verið 36 holur. Veðrið setti keppnishaldið úr skorðum og voru kylfingarnir vel klæddir í vetrarveðrinu. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Þetta er fyrsti sigur Donald í Bandaríkjunum frá árinu 2006 en margir voru farnir að efast um að hann gæti blandað sér í baráttuna um efstu sæti heimslistans. Donald byrjaði gríðarlega vel gegn Kaymer í úrslitaleiknum sem fór fram við undarlegar aðstæður í eyðimörkinni í Arizona þar sem að haglél og kaldir vindar voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kaymer náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum með árangri sínum en hann velti Lee Westwood úr efsta sætinu. Donald sýndi styrk sinn á þessu móti en hann lék m.a. aldrei 18 brautina á keppnisvellinum þar sem hann var ávallt búinn að sigra mótherja sína áður. Donald er nú í þriðja sæti heimslistans og Tiger Woods er í því fimmta en hann féll úr keppni í strax í fyrstu umferð. Norður-Írinn Graeme McDowell er í því fjórða. Eins og áður segir hafði Donald ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2006 en hinn 33 ára gamli Donald hafði aldrei sigrað áður á heimsmótaröðinni. Heimsmótið í holukeppni fór fram í 13. sinn en úrslitaleikurinn var aðeins 18 holur en úrslitaleikirnir hafa ávallt verið 36 holur. Veðrið setti keppnishaldið úr skorðum og voru kylfingarnir vel klæddir í vetrarveðrinu.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira