Luis Fabiano tryggði Sevilla 1-0 útisigur á Porto í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en það dugði þó ekki til þar sem að Porto vann fyrri leikinn 2-1 á Spáni og fór því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Fabiano hafði komið inn á sem varamaður á 55. mínútu og skoraði sigurmarkið sitt síðan á 71. mínútu eftir að hafa leikið á varnarmann.
Porto-maðurinn Alvaro Pereira var rekinn útaf tveimur mínútum eftir að Sevilla komst yfir í leiknum en Sevilla var bara manni fleiri í fimm mínútur eftir að Alexis fékk sitt annað gula spjald á 77. mínútu.
Porto mætir CSKA Moskvu í 16 liða úrslitunum en Rússarnir slógu gríska liðið PAOK út í gær.
Sevilla vann í Portúgal en Porto fór áfram á fleiri útivallarmörkum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti