Fótbolti

Pep Guardiola búinn að skrifa undir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Mynd/AP
Pep Guardiola skrifaði í gær undir samning við Barcelona um það að verða þjálfari liðsins til vorsins 2012. Guardiola er á sínu þriðja tímabili með Katalóníuliðið og getur með þessum samning orðið aðeins fjórði þjálfari félagsins í sögunni sem klárar fjögur tímabil í röð með liðið.

Barcelona hefur unnið átta titla undir stjórn Pep Guardiola á þessum rúmu tveimur tímabilum sem hann er búinn að vera með liðið en það eru miklar líkur á að nokkrir titlar geti bæst við á þessu tímabili. Barcelona er með fimm stiga forskot í spænsku deildinni, er komið í úrslitaleik spænska bikarsins og er 1-2 undir í „hálfleik„ á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Undir stjórn Guardiola hefur Barcelona unnið Meistaradeildina, Heimsbikar félagsliða, Meistarakeppni Evrópu, spænska bikarinn, spænsku meistarakeppnina tvisar auk þess að vinna spænska meistaratitilinn bæði tímabilin sem hann hefur verið við stjórnvölinn.

Barcelona er alls búið að vinna 118 af 162 leikjum undir stjórn þessa fertuga þjálfara og tapleikirjnir eru aðeins 15 talsins. Barcelona hefur skorað 411 mörk gegn 120 í þessum 162 leikjum.

Klári Pep Guardiola þenann nýja samning bætist hann í hóp þeirra Johan Cruyff, Jack Greenwell og Frank Rijkaard en þeir eru þeir einu sem hafa náð því að þjálfar Barcelona-liðið í fjögur ár samfellt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×