Buchheit um nýju samningana - myndband Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. febrúar 2011 15:41 Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira