Handbolti

Mosfellingar unnu Framara í Safamýri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson.
 

Afturelding vann óvæntan sigur á Fram í Safamýri í N1 deild karla í kvöld. Mosfellingar höfðu tapað fyrstu þremur leikjum sínum eftir HM-frí en unnu sex marka sigur á Fram í kvöld, 32-26.

Þetta var þriðja tap Framara í röð og það er ljóst að tapið í undanúrslitum bikarsins hefur farið illa í Framara. Fram-liðið hefur steinlegið í síðustu tveimur heimaleikjum sínum á móti Haukum og Aftureldingu.

Afturelding náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik en var 15-14 yfir í hálfleik. Mosfellingar höfðu síðan örugga forystu í seinni hálfleiknum og tryggðu sér sinn þriðja sigur í vetur og þann fyrsta frá því í desember.

 

Fram-Afturelding 26-32 (14-15)

Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 5

Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Magnús Stefánsson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1

Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 8, Hilmar Stefánsson 7, Haukur Sigurvinsson 4, Arnar Theodórsson 3, Þrándur Gíslason 3, Jón Andri Helgason 2, Bjarni Aron Þórðarson 2, Sverrir hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×