Bandarískir fjölmiðlar hafa stjarnfræðilegan áhuga á hárinu á ofurstjörnunni Tom Brady sem er leikstjórnandi hjá New England Patriots og einn besti íþróttamaður Bandaríkjanna.
Hárið á kappanum er farið að þynnast talsvert og hann hefur því brugðið á það ráð að safna síðu hári í örvæntingarfullri tilraun til þess að fela skallann sem virðist vera að myndast.
Slúðurblöð greindu síðan frá því á síðasta ári að Brady hefði íhugað að fá hárígræðslur og sást víst til hans á stað sem sérhæfir sig í slíkum meðferðum.
Bandarísku miðlarnir hlæja sig nú máttlausan yfir litla taglinu sem Brady skartaði á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í gær. Þar er hann staddur ásamt eiginkonu sinni, ofurfyrirsætunni Gilsele Bundchen, en hún er frá Brasilía.
Hinn virti bandaríski íþróttamiðill, Sports Illustrated, bíður upp á veglega umfjöllun um hárið á Brady í dag og verður að viðurkennast að matreiðslan er ansi hreint skemmtileg.
Hægt er að sjá þessa umfjöllun hér.
Sports Illustrated með ítarlega umfjöllun um hárið á Brady - myndir
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
