Enn um yfirvofandi menningarslys Stefán Edelstein skrifar 8. mars 2011 06:00 Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun