Innlent

Rottweiler hundur réðst á konu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundur sömu tegundar og beit konuna. Mynd/ afp.
Hundur sömu tegundar og beit konuna. Mynd/ afp.
Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk.

Eftir atvikið var hundurinn tekinn í vörslu hundafangara og hefur lögreglan á Selfossi málið til skoðunar. Áverkar voru á úlnlið konunnar eftir árásina. Því var læknir fenginn til að hlúa að henni. Lögreglan á Selfossi segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvað verði um hundinn.

Samþykkt um hundahald í Hveragerði gerir ráð fyrir að hægt sé að óska eftir áliti frá héraðsdýralækni áður en tekin er ákvörðun um það hvort hundurinn sé aflífaður eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×