Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var lagður inn á spítala í gærkvöldi eftir 1-0 sigur Barcelona á Valencia í spænsku deildinni. Barcelona náði tíu stiga forskoti á toppnum með þessum sigri.
Guardiola var tæpur fyrir leikinn vegna bakmeiðsla og hann var augljóslega sárþjáður á hliðarlínunni. Eftir leikinn var síðan ljóst að ástandið var svo slæmt að menn brunuðu með hann upp á spítala.
„Pep líður ekki vel og hann reyndi að komast í gegnum leikinn eins vel og hann gat. Hann er í miklum vandræðum með bakið sitt og veit ekkert hvernig hann á að snúa sér," sagði Tito Vilanova, aðstoðarmaður Guardiola, eftir leikinn í gær, en Guardiola treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafundinn.
Það er nóg um að vera hjá Barcelona því á næstu tíu dögum spilar liðið deildarleiki við Sevilla og Real Zaragoza og mætir Arsenal í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðið má helst ekki vera án þjálfara síns í þessum leikjum.
Pep Guardiola lagður inn á spítala
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

