Sport

Serena Williams greindist með blóðtappa í lunga

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Serena Williams var flutt með hraði á sjúkrahús á mánudaginn og fór hún í aðgerð þar sem að blóðtappi fannst í lunga hennar.
Serena Williams var flutt með hraði á sjúkrahús á mánudaginn og fór hún í aðgerð þar sem að blóðtappi fannst í lunga hennar. Nordic Photos/Getty Images
Tenniskonan Serena Williams var á mánudaginn flutt með hraði á sjúkrahús en hún greindist með blóðtappa í lunga. Williams, sem er 29 ára gömul, fór strax í aðgerð í Los Angels og segir talsmaður hennar að hún sé á góðum batavegi.

Williams er í 12. sæti heimslistans en hún sigraði á Wimbledon meistaramótinu s.l. sumar en hún hefur ekkert keppt á atvinnumótaröð kvenna frá þeim tíma vegna meiðsla. Williams skar sig illa á fæti skömmu eftir Wimbledon mótið þar sem hún steig á glerbrot á veitingastað.

Það er óvíst hvort Williams verði með á næsta stórmóti sem fram fer í Frakklandi í maí en hún ætlar sér að mæta í titilvörnina á Wimbledon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×