Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar Sigurþórsson. Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira