Fótbolti

Manchester City vann en féll samt úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli fékk rautt spjald.
Mario Balotelli fékk rautt spjald. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City féll í kvöld út úr 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 1-0 sigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev í seinni leik liðanna. Dynamo Kiev vann fyrri leikinn 2-0 og þar með 2-1 samanlagt.

City-liðið þurfti að spila manni færri síðustu 54 mínútur leiksins eftir að Mario Balotelli missti stjórn á sér og fékk beint rautt spjald á 36. mínútu. Balotelli hefur fengið tvö rauð og átta gul spjöld þrátt fyrir að hafa byrjað inn á í aðeins fimmtán leikjum með City.

Leikmenn Manchester City náði hinsvegar að komast yfir aðeins tveimur mínútum síðar þegar Aleksandar Kolarov skoraði þá eftir aukaspyrnu frá David Silva. City náði hinsvegar ekki að bæta við fleiri mörkum og er því úr leik.

Portúgalska liðið Benfica, rússneska liðð Spartak Moskva og hollenska liðið Twente komust einnig áfram í átta liða úrslitin í kvöld.



Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:Manchester City - Dynamo Kiev    1-0 (1-2 samanlagt)

1-0 Aleksandar Kolarov (39.)

PSG - Benfica    1-1 (2-3)

0-1 Nicolás Gaitán (27.), 1-1 Mathieu Bodmer (35.)

Spartak Moskva - Ajax 3-0 (4-0)

1-0 Dmitri Kombarov (21.), 2-0 Welliton (30.), 3-0 Alex (54.)

Zenit St Pétursborg - Twente 2-0 (2-3)

1-0 Roman Shirokov (16.), 2-0 Aleksandr Kerzhakov (37.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×