Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu snarlækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarlækkað undanfarna daga vegna ástandsins í Japan. Tunnan af Brentolíunni lækkaði um 4,5% í gærdag og er komin undir 108 dollara. Bandaríska léttolían lækkaði um tæp 4% og er komin niður í tæpa 97 dollara á tunnuna.

Þetta er mesta lækkun á olíuverðinu á einum degi síðan í febrúar í fyrra. Í síðasta mánuði fór verðið á Brent olíunni yfir 120 dollara á tunnuna og hefur því lækkað um rúmlega 10% frá þeim tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×