Fótbolti

Abidal hjá Barcelona með lifrarkrabbamein

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Abidal við hlið Lionel Messi.
Eric Abidal við hlið Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eric Abidal, varnarmaður Barcelona, hefur greinst með lifrarkrabbamein og fer í aðgerð á föstudaginn. Það er ekki vitað hversu lengi þessi franski landsliðsmaður verður frá keppni eða hvort að hann snúi yfir höfuð aftur í boltann.

Abidal er 31 árs gamall og hefur verið hjá Barcelona síðan 2007-2008 tímabilið. Hann getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður og er liðinu mikilvægur varnarlega.

Abidal hefur alls leikið 33 leiki á tímabilinu og leysti fyrirliðann Carles Puyol af þegar hann var meiddur.

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, sendi Eric Abidal kveðjur og hvatningarorð á twitter-síðu sinni í kvöld og það gerði Kaka, hjá Real Madrid, einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×