Vettl framlengdi samning við Red Bull til loka ársins 2014 14. mars 2011 12:34 Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel og Helmut Marko, sérlegur ráðgafji Red Bull í akstursíþróttum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þýski Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Formúlu 1 lið Red Bull til loka ársins 2014. Red Bull sendi frá sér staðfestingu um málið í dag. Í frétt á autosport.com í dag segir Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull í akstursíþróttum að það hafi legið beint við að framlengja samningin á milli aðilanna tveggja. "Þetta var sameiginleg ákvörðun að framlengja samning Sebastians til 2014. Báðir aðilar vildu halda áfram samstarfinu, þannig að þetta var ekkert mál", sagði Marko. Fyrri samningur Vettels við Red Bull var til loka þess árs, með klásúlu um möguleika á framlengingu á næsta ári, en nú er ljóst að hann verður mun lengur hjá Red Bull. Auk þess að framlengja samning sinn við Vettel, þá er Red Bull liðið búið að tryggja sér áframhaldandi samstarf við aðal tæknimennina, þeirra á meðal hönnuðinn Adrian Newey. Marko sagði að Red Bull væri búið að tryggja áframhaldandi störf 50 mikilvægustu starfsmanna liðisns í stjórnunarstöðum til loka 2014, til að tryggja áframhaldandi velgengni liðsins. Á wilkipedia.com kemur fram að Vettel varð yngsti heimsmeistari sögunnar í fyrra með Red Bull, 23 ára gamall, en hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 móti árið 2008 með Torro Rosso. Þá varð Vettel yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 mót, hann var þá 21 árs og 74 daga gamall. Vettel hefur unnið 10 Formúlu 1 mót á ferlinum og 19 sinnum komist á verðlaunapall og 15 sinnum náð besta tíma í tímatökum. Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þýski Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Formúlu 1 lið Red Bull til loka ársins 2014. Red Bull sendi frá sér staðfestingu um málið í dag. Í frétt á autosport.com í dag segir Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull í akstursíþróttum að það hafi legið beint við að framlengja samningin á milli aðilanna tveggja. "Þetta var sameiginleg ákvörðun að framlengja samning Sebastians til 2014. Báðir aðilar vildu halda áfram samstarfinu, þannig að þetta var ekkert mál", sagði Marko. Fyrri samningur Vettels við Red Bull var til loka þess árs, með klásúlu um möguleika á framlengingu á næsta ári, en nú er ljóst að hann verður mun lengur hjá Red Bull. Auk þess að framlengja samning sinn við Vettel, þá er Red Bull liðið búið að tryggja sér áframhaldandi samstarf við aðal tæknimennina, þeirra á meðal hönnuðinn Adrian Newey. Marko sagði að Red Bull væri búið að tryggja áframhaldandi störf 50 mikilvægustu starfsmanna liðisns í stjórnunarstöðum til loka 2014, til að tryggja áframhaldandi velgengni liðsins. Á wilkipedia.com kemur fram að Vettel varð yngsti heimsmeistari sögunnar í fyrra með Red Bull, 23 ára gamall, en hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 móti árið 2008 með Torro Rosso. Þá varð Vettel yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 mót, hann var þá 21 árs og 74 daga gamall. Vettel hefur unnið 10 Formúlu 1 mót á ferlinum og 19 sinnum komist á verðlaunapall og 15 sinnum náð besta tíma í tímatökum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira