Breskir skattgreiðendur hafa enn ekki fengið 750 milljónir punda, eða 140 milljarða króna, borgaða úr þrotabúum íslensku bankanna.
Um er að ræða 105 bæjar- og sveitarstjórnir og aðra opinbera aðila sem áttu heildsöluinnlán hjá íslensku bönkunum, og þá einkum á Edge og Icesave reikningunum, þegar íslensku bankarnir hrundu haustið.
Upphaflega nam upphæðin yfir einum milljarði punda þannig að endurheimtur hingað til nema um 25%, að því er segir í blaðinu Telegraph.
Eins og kunnugt er standa málaferli nú yfir í Reykjavík um hvort þessi heildsöluinnlán eigi að teljast forgangskröfur eða ekki. Verði þau talin forgangskröfur munu endurheimturnar nema 95%. Ef ekki mun meira fé sem því nemur koma upp í Icesave skuld Íslendinga.
Hafa enn ekki fengið 140 milljarða úr íslensku bönkunum

Mest lesið


Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent

Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent




Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent