Formúla 1

Rosberg fljótastur í bleytunni á Spáni

Nico Rosberg ökumaður Mercedes.
Nico Rosberg ökumaður Mercedes. Mynd: Getty Images/Mercedes
Síðaasti æfingadagurinn Formúlu 1 liða í Katalóníu brautinni í dag á Spáni nýttist ekki sérlega vel, þar sem mikill rigning varð til þess að lítið var ekið um brautina, þó fjögur lið væru á staðnum. Nico Rosberg á Mercedes náði besta tíma dagsins, en slagurinn um besta tíma var raunverulega síðastu 15 mínúturnar af æfingatíma dagsins þegar veðrið skánaði, eftir því sem sagði í frétt á autosport.com í dag. Rosberg ók á 1.43.814 á blautri brautinni á Mercedes bílnum, en Pastor Maldonado á Williams var með næst besta tíma, var 0.519 sekúndum á eftir Rosberg og Lews Hamilton á McLaren þar á eftir, 0.746 á eftir. Michael Schumacher og Fernando Alonso voru á staðnum, óku báðir fimm hringi fyrri hluta dags, en voru ekki tímamældir, heldur skoðuðu bara aðstæður á brautinni. Hispania liðið var á staðnum, en bílum liðsins var ekki ekið þar sem demparar í nýjan bíl liðsins voru fastir í tolli. Ökumenn Formúlu 1 liiða aka næst í Ástralíu, þar sem fyrsta mót ársins fer fram 27. mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×