Fótbolti

Mourinho: Ronaldo ætti að ná Lyon-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/AP
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, býst við því að landi hans Cristiano Ronaldo verði með á móti Lyon á miðvikudaginn þegar Real og Lyon mætast í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ronaldo meiddist aftan í læri við það að innsigla þrennu sína á móti Málaga um síðustu helgi.

„Ég held að hann muni spila en ég er samt ekki hrifinn af því að nota menn þegar þeir eru ekki hundrað prósent heilir," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti Hercules í spænsku deildinni sem fram fer á morgun.

„Hann gæti ekki spilað á morgun en ef að hann æfir á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag þá er ég viss um að hann verði klár í leikinn," sagði Mourinho.

Lyon og Real Madrid gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Frakklandi en spænska stórliðið er að reyna að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sjö ár.

Cristiano Ronaldo hefur skorað 37 mörk í 40 leikjum á tímabilinu með Real Madrid þar af eru 4 mörk í 7 leikjum hans í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×