Schumacher: Bíllinn þróaður skref fyrir skref 11. mars 2011 17:38 Michael Schumacher á frumsýningu Mercedes á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Michael Schumacher náði besta tíma allra ökumanna á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingu Formúlu 1 keppnisliða og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var með þriðja besta tíma. Tími Schumachers var sá besti sem hefur náðst á Katalóníu brautinni á æfingum Formúlu 1 liða í vetur. "Við höfum verið að að þróa bílinn skref fyrir skref í vikunni og nýir hlutir hafa borist daglega. Við höfum einbeitt okkur að því að skilja hvernig á að ná því besta út úr bílnum, sem núna er kominn í lokauppstillingu í fyrsta skipti", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercdes. "Bíllinn hefur látið eins við var að búast og dagurinn var árangursríkur. Við lukum áætluðu verkefni okkar og ég ætti að fá einhverja reynslu í bleytunni sem er spáð á morgun", sagði Schumacher, en rigningu er spáð á Katalóníu brautinni á morgun. Rosberg var ánægður að hafa komist um borð í Mercedes bílinn síðdegis og segir hann mun betri eftir breytingar sem hafa verið gerðar. "Ég er nokkuð ánægður með stöðuna og þakklátur liðinu að hafa komið öllu í bílinn sem við báðum um. Við höfum tekið góðum framförum í vetur", sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher náði besta tíma allra ökumanna á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingu Formúlu 1 keppnisliða og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var með þriðja besta tíma. Tími Schumachers var sá besti sem hefur náðst á Katalóníu brautinni á æfingum Formúlu 1 liða í vetur. "Við höfum verið að að þróa bílinn skref fyrir skref í vikunni og nýir hlutir hafa borist daglega. Við höfum einbeitt okkur að því að skilja hvernig á að ná því besta út úr bílnum, sem núna er kominn í lokauppstillingu í fyrsta skipti", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercdes. "Bíllinn hefur látið eins við var að búast og dagurinn var árangursríkur. Við lukum áætluðu verkefni okkar og ég ætti að fá einhverja reynslu í bleytunni sem er spáð á morgun", sagði Schumacher, en rigningu er spáð á Katalóníu brautinni á morgun. Rosberg var ánægður að hafa komist um borð í Mercedes bílinn síðdegis og segir hann mun betri eftir breytingar sem hafa verið gerðar. "Ég er nokkuð ánægður með stöðuna og þakklátur liðinu að hafa komið öllu í bílinn sem við báðum um. Við höfum tekið góðum framförum í vetur", sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira