Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi Boði Logason skrifar 10. mars 2011 13:05 Tekin verður ákvörðun á næstu dögum hvort að tíkinni verður lógað. Eigandinn segir hana vera yndislega í alla staði og harmar að hafa gert þau mistök að skilja hana eina eftir í bandi. Mynd/Úr einkasafni „Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. Tíkin réðst á konuna sem ætlaði að heimsækja fólkið sem þar býr og beit hana í úlnliðinn. Eigandinn segir að tíkin sé nýkomin til landsins og sé ennþá hvekkt. „Hún er enn að kynnast nýjum aðstæðum og er tiltölulega nýkomin úr einangrun. Þetta er mjög ljótt og sorglegt mál," segir eigandinn sem flutti tíkina inn frá amerískum og evrópskum meisturum. Hann segir að tíkinni hafi verið ógnað þegar konan kom að heimilinu og tekur undir orð Jónu Th. Viðarsdóttur, formanns Hundaræktarfélags Íslands, um að ekki megi skilja hund einan eftir í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. „Ég gerði mistök, rétt eins og Jóna benti á í viðtalinu, þetta var vítavert kæruleysi sem gerist ekki aftur," segir eigandinn. Eigandinn segir að tíkin hafi ekki verið neitt annað en yndisleg síðan hún kom á heimilið. „En þarna var henni ógnað og mér finnst leiðinlegt að hafa gert þau mistök að hafa hana eina í bandi úti. Hún hefur annars verið yndisleg í alla staði." Eigandinn segir að hundurinn sé ekki árásarhundur þó vissulega séu margir Rottweiler hundar agaðir sem slíkir. „Hún er ekki ein af þeim. Ég fékk mér hana til þess að bæta stofninn á Íslandi því þess er þörf," segir eigandinn en nú er hundurinn í vörslu lögreglu og tekin verður ákvörðun á næstu dögum hvort hundinum verður lógað fyrir að bíta konuna. „Þetta er bara spurning um daginn í dag og á morgun þá verður þessi ákvörðun tekin. Ég geri allt til að fá tíkina mína aftur heim." Tengdar fréttir Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
„Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. Tíkin réðst á konuna sem ætlaði að heimsækja fólkið sem þar býr og beit hana í úlnliðinn. Eigandinn segir að tíkin sé nýkomin til landsins og sé ennþá hvekkt. „Hún er enn að kynnast nýjum aðstæðum og er tiltölulega nýkomin úr einangrun. Þetta er mjög ljótt og sorglegt mál," segir eigandinn sem flutti tíkina inn frá amerískum og evrópskum meisturum. Hann segir að tíkinni hafi verið ógnað þegar konan kom að heimilinu og tekur undir orð Jónu Th. Viðarsdóttur, formanns Hundaræktarfélags Íslands, um að ekki megi skilja hund einan eftir í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. „Ég gerði mistök, rétt eins og Jóna benti á í viðtalinu, þetta var vítavert kæruleysi sem gerist ekki aftur," segir eigandinn. Eigandinn segir að tíkin hafi ekki verið neitt annað en yndisleg síðan hún kom á heimilið. „En þarna var henni ógnað og mér finnst leiðinlegt að hafa gert þau mistök að hafa hana eina í bandi úti. Hún hefur annars verið yndisleg í alla staði." Eigandinn segir að hundurinn sé ekki árásarhundur þó vissulega séu margir Rottweiler hundar agaðir sem slíkir. „Hún er ekki ein af þeim. Ég fékk mér hana til þess að bæta stofninn á Íslandi því þess er þörf," segir eigandinn en nú er hundurinn í vörslu lögreglu og tekin verður ákvörðun á næstu dögum hvort hundinum verður lógað fyrir að bíta konuna. „Þetta er bara spurning um daginn í dag og á morgun þá verður þessi ákvörðun tekin. Ég geri allt til að fá tíkina mína aftur heim."
Tengdar fréttir Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58
Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20
Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55