Innlent

Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu

Boði Logason skrifar
Hundur af sömu tegund og beit konuna. Rottweiler.
Hundur af sömu tegund og beit konuna. Rottweiler.
Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn enn í fullum gangi.

Konan hugðist heimsækja íbúa hússins og þegar hún nálgaðist húsið þá beit hundurinn hana í úlnliðinn.  Læknir var fenginn til að hlúa að henni.

Samkvæmt Þorgrími Óla Sigurðssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, er hundurinn í vörslu lögreglunnar. Samkvæmt reglum eiga eigendurnir rétt á því að láta héraðsdýralækni skoða hundinn áður en lögreglustjóri tekur ákvörðun um hvort lóga eigi hundinum. Málið verður skoðað út frá áliti læknisins.

Reiknað er með að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×