Innlent

Húsleitir í Lúxemborg vegna Kaupþingsmálsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þ. Hauksson sérstakur saksóknari.
Ólafur Þ. Hauksson sérstakur saksóknari.
Lögreglan í Lúxemborg gerði húsleitir í dag að beiðni Serious Fraud Office og sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Kaupþingsmálinu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Serious Fraud Office að húsleitirnar tengist rannsókn SFO og sérstaks saksóknara á hruni Kaupþings.

Leitað var á skrifstofum þriggja fyrirtækja og á tveimur heimilum. Alls tóku 70 manns þátt í aðgerðunum, frá SFO, sérstökum saksóknara og Luxemborgarlögreglunni.

Kaupþing rak sem kunnugt er útibú í Lúxemborg, en því stýrði Magnús Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×