Innlent

Kaupverð Landsvirkjunar notað til að bjarga OR

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarráð. Ráðið fundar núna til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum OR. Mynd/ GVA.
Borgarráð. Ráðið fundar núna til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum OR. Mynd/ GVA.
Málefni Orkuveitu Reykjavíkur verða rædd á borgarráðsfundi sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun.

Eftir fundinn mun svo hefjast stjórnarfundur í Orkuveitunni þar sem rekstur fyrirtækisins verður til umræðu. Ljóst er að grípa verður til margvíslegra aðgerða til að bregðast við slæmri stöðu fyrirtækisins. Milljarða þarf til að bæta lánshæfismat fyrirtækisins.



Milljarðar úr borgarsjóði

Tólf milljarðar eru til í borgarsjóði. Þeir fjármunir eru meðal annars frá þeim tíma þegar hlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur, en einnig rekstrarafgangur borgarsjóðs frá fyrri tíma. Má búast við því að þeir fjármunir verði nýttir í það.

Þá má búast við því að gjaldskrár fyrirtækisins verði hækkaðar. Meðal þess sem rætt hefur verið um er 45% hækkun fráveitugjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×