Erlent

Geislamengun mælist fyrir utan kjarnorkuverið

Mjög geislamengað vatn hefur nú fundist í fyrsta sinn utan Fukushima kjarnorkuversins í Japan þar sem menn hafa reynt að kæla kjarnakljúfana sem urðu illa úti í jarðskjálftanum ellefta mars og flóðbylgunni sem kom á eftir.

Mælingarnar voru gerðar í göngum sem tengjast kjarnakljúfi tvö í verinu og hafa þær ýtt undir ótta um að geislavirkur vökvi sé að sleppa út í umhverfið í nágrenninu. Hingað til hefur mjög geislamengað vatn aðeins fundist inni í byggingunum sem hýsa sjálfa kjarnakljúfana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×