Jarðskjálfti í Japan Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. Erlent 27.12.2019 10:37 Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. Erlent 19.9.2019 10:16 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. Erlent 12.9.2019 08:15 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. Erlent 10.9.2019 11:49 Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. Erlent 15.4.2019 09:01 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. Erlent 5.9.2018 18:34 Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. Erlent 6.2.2017 22:19 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. Erlent 10.3.2016 14:13 32 milljónir króna safnast fyrir hjálparstarf í Nepal Tala látinna hækkar enn í Nepal en ljóst er að björgunarstarf og uppbygging í landinu mun taka mörg ár. Félag Nepala á Íslandi kom til fundar í Breiðholtssskóla í dag til að fara yfir stöðuna í landinu með fulltrúm frá Rauða Krossinum á Íslani. Innlent 1.5.2015 21:07 Kjarnakljúfarnir í Fukushima ekki teknir í notkun að nýju Japönsk stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að fjórir kjarnakljúfar af sex í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, sem varð illa úti í jarðskjálftanum á dögunum, verði teknir úr umferð. Erlent 30.3.2011 08:24 Gríðarleg óvissa í Japan - plútóníum í jarðvegi Forsætisráðherra Japans Naoto Kan segir að ríkisstjórnin sé á hæsta viðbúnaðarstigi vegna ástandsins í Fukushima kjarnorkuverinu. Plútóníum hefur fundist í jarðvegi við verið og mjög geislavirkt vatn lekur einnig frá verinu. Yfirvöld segja að enn sé aðaláherslan lögð á að kæla kjarnakljúfa versins sem skemmdust í jarðskjálftanum á dögunum. Þá er ítrekað að þótt plútóníum, sem er lífshættulegt fólki í smáum skömmtum, hafi fundist í jarðvegi sé það í örlitlum mæli. Erlent 29.3.2011 08:03 Geislamengun mælist fyrir utan kjarnorkuverið Mjög geislamengað vatn hefur nú fundist í fyrsta sinn utan Fukushima kjarnorkuversins í Japan þar sem menn hafa reynt að kæla kjarnakljúfana sem urðu illa úti í jarðskjálftanum ellefta mars og flóðbylgunni sem kom á eftir. Erlent 28.3.2011 13:53 Varaði við flóðbylgju fyrir tveimur árum Japanskur jarðskjálftafræðingur segist hafa varað eigendur kjarnorkuversins í Fukushima við hættunni af flóðbylgju fyrir tveimur árum síðan. Erlent 28.3.2011 08:24 Hreinsun tekur mánuði eða ár „Við getum ekkert sagt sem stendur um það hve marga mánuði eða hve mörg ár það mun taka,“ sagði Sakae Muto, aðstoðarforstjóri orkufyrirtækisins TEPCO, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, spurður hvenær búið yrði að hreinsa kjarnorkuverið svo engin hætta stafaði af geislamengun þar. Erlent 27.3.2011 23:01 Óttast að gat hafi komið á kjarnakljúfinn Japönsk yfirvöld óttast nú að gat sé á einum kjarnakljúfinum í Fukushima Kjarnorkuverinu. Reynist þetta raunin eykst verulega hættan á alvarlegri geislamengun frá verinu sem varð illa úti í Jarðskjálftanum í Japan á dögunum og í flóðbygjunni sem kom á eftir. Erlent 25.3.2011 08:36 Tíu þúsund látnir í Japan - sautján þúsund saknað Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan og flóðbylgjuna sem kom á eftir er nú komin yfir tíu þúsund. Rúmlega sautján þúsund manns er enn saknað og tæplega þrjú þúsund manns liggja slasaðir á sjúkrahúsum landsins. Erlent 25.3.2011 07:11 Starfsmenn Fukushima aftur til starfa Starfsmenn Fukushima kjarnorkuversins hafa enn einu sinni snúið aftur til vinnu sinnar við að kæla kjarnaofna versins, en allt starfsfólkið var flutt á brott síðdegis í gær þegar svartur reykur fór að liðast upp frá einum ofninum sem skemmdist þegar jarðskjálftinn reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Óljóst er hvað olli reyknum en engin merki voru um að eldur hefði brotist út og geilslamengun á svæðinu jókst ekki að því er stjórnvöld segja. Erlent 24.3.2011 08:43 Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Erlent 23.3.2011 21:48 Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Erlent 22.3.2011 22:37 Tjónið í Japan metið á 35.000 milljarða Samkvæmt nýju mati japanskra stjórnvalda er tjónið vegna náttúruhamfaranna þar í landi nú metið á allt að 35.000 milljarða kr. eða sem samsvarar landsframleiðslu Íslands í 200 ár. Viðskipti erlent 23.3.2011 08:23 Geislavirkt kranavatn í Tókíó Heilbrigðisyfirvöld í Tókíó vara nú við því að geislamengun í kranavatni borgarinnar sé svo mikil að ungabörn megi alls ekki drekka það. Sumstaðar í borginni er mengunin tvöföld á við það sem eðlilegt getur talist. Erlent 23.3.2011 08:13 Bjargað eftir níu daga í húsarústum Sextán ára gamall piltur sem bjargað var úr húsarústum í norðurhluta Japans ásamt ömmu sinni eftir níu daga segir þau hafa nærst á vatni og flögum. Staðfest er að tala látinna sé nú nærri níu þúsund og um þrettán þúsund er enn saknað. Erlent 21.3.2011 20:22 Ástandið skárra í Fukushima Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að ástandið í Fukushima kjarnorkuverinu fari nú batnandi en hættuástand hefur verið á svæðinu frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir og flóðbylgjan kom í kjölfarið. Dregið hefur úr geislun frá verinu þar sem menn hafa keppst við að kæla kjarnakljúfana. Talsmaður stofnunarinnar áréttaði þó að ástandið væri enn mjög alvarlegt. Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan fer enn hækkandi. Nú er staðfest að 8.450 hafi farist og er tæplega þrettán þúsund manna enn saknað. Erlent 21.3.2011 07:07 Bjargað úr rústum eftir níu daga Áttræðri konu og sextán ára barnabarni hennar var bjargað úr rústum húss í Ishinomaki í Japan í gær, níu dögum eftir skjálftann þar í landi. Þau höfðu verið föst í húsinu en komust í ísskáp og gátu því nærst. Þau eru nú á spítala. Erlent 20.3.2011 22:10 Fukushima-aðgerðir ganga vel - verinu verður lokað Kjarnorkuverinu í Fukushima verður lokað þegar björgunaraðgerðum þar lýkur. Þær hafa borið árangur síðustu tvo sólarhringa og því er geislavirkni á svæðinu minni en verið hefur. Erlent 20.3.2011 18:48 Tala látinna í Japan fer síhækkandi Rúmlega átta þúsund manns eru taldir af eftir jarðskjálftann í Japan á fyrir rúmri viku síðan. Þá er tæpleg þrettán þúsund manns saknað samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Erlent 20.3.2011 16:51 Vonir um að kælikerfin í Fukushima verði endurræst í dag Verkfræðingum við Fukushima kjarnorkuverið hefur tekist að leggja rafmagnskapal að verinu og því ætti að verða mögulegt í dag að endurræsa kælikerfin við hina sködduðu kjarnorkukljúfa sem lekið hafa geislavirkum efnum út í andrúmsloftið undanfarna daga. Erlent 18.3.2011 07:23 Geislun nær varla hingað Langsótt er að geislun úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafi áhrif á Íslandsmiðum, að mati Héðins Valdimarssonar, haffræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni. Erlent 17.3.2011 22:17 Íslendingum á Tókýó svæðinu ráðlagt að halda suður á bóginn Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan. Íslendingum sem staddir eru á Tókýó svæðinu eða þar fyrir norðan er einnig ráðlagt að flytja sig suður á bóginn. Innlent 17.3.2011 10:59 Örvænting breytist í reiði meðal Japana Örvænting meðal eftirlifandi Japana á þeim svæðum sem harðast hafa orðið úti í náttúruhamförunum þar í landi er nú að breytast í reiði í garð stjórnvalda. Erlent 17.3.2011 07:40 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. Erlent 27.12.2019 10:37
Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. Erlent 19.9.2019 10:16
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. Erlent 12.9.2019 08:15
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. Erlent 10.9.2019 11:49
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. Erlent 15.4.2019 09:01
Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. Erlent 5.9.2018 18:34
Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. Erlent 6.2.2017 22:19
Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. Erlent 10.3.2016 14:13
32 milljónir króna safnast fyrir hjálparstarf í Nepal Tala látinna hækkar enn í Nepal en ljóst er að björgunarstarf og uppbygging í landinu mun taka mörg ár. Félag Nepala á Íslandi kom til fundar í Breiðholtssskóla í dag til að fara yfir stöðuna í landinu með fulltrúm frá Rauða Krossinum á Íslani. Innlent 1.5.2015 21:07
Kjarnakljúfarnir í Fukushima ekki teknir í notkun að nýju Japönsk stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að fjórir kjarnakljúfar af sex í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, sem varð illa úti í jarðskjálftanum á dögunum, verði teknir úr umferð. Erlent 30.3.2011 08:24
Gríðarleg óvissa í Japan - plútóníum í jarðvegi Forsætisráðherra Japans Naoto Kan segir að ríkisstjórnin sé á hæsta viðbúnaðarstigi vegna ástandsins í Fukushima kjarnorkuverinu. Plútóníum hefur fundist í jarðvegi við verið og mjög geislavirkt vatn lekur einnig frá verinu. Yfirvöld segja að enn sé aðaláherslan lögð á að kæla kjarnakljúfa versins sem skemmdust í jarðskjálftanum á dögunum. Þá er ítrekað að þótt plútóníum, sem er lífshættulegt fólki í smáum skömmtum, hafi fundist í jarðvegi sé það í örlitlum mæli. Erlent 29.3.2011 08:03
Geislamengun mælist fyrir utan kjarnorkuverið Mjög geislamengað vatn hefur nú fundist í fyrsta sinn utan Fukushima kjarnorkuversins í Japan þar sem menn hafa reynt að kæla kjarnakljúfana sem urðu illa úti í jarðskjálftanum ellefta mars og flóðbylgunni sem kom á eftir. Erlent 28.3.2011 13:53
Varaði við flóðbylgju fyrir tveimur árum Japanskur jarðskjálftafræðingur segist hafa varað eigendur kjarnorkuversins í Fukushima við hættunni af flóðbylgju fyrir tveimur árum síðan. Erlent 28.3.2011 08:24
Hreinsun tekur mánuði eða ár „Við getum ekkert sagt sem stendur um það hve marga mánuði eða hve mörg ár það mun taka,“ sagði Sakae Muto, aðstoðarforstjóri orkufyrirtækisins TEPCO, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, spurður hvenær búið yrði að hreinsa kjarnorkuverið svo engin hætta stafaði af geislamengun þar. Erlent 27.3.2011 23:01
Óttast að gat hafi komið á kjarnakljúfinn Japönsk yfirvöld óttast nú að gat sé á einum kjarnakljúfinum í Fukushima Kjarnorkuverinu. Reynist þetta raunin eykst verulega hættan á alvarlegri geislamengun frá verinu sem varð illa úti í Jarðskjálftanum í Japan á dögunum og í flóðbygjunni sem kom á eftir. Erlent 25.3.2011 08:36
Tíu þúsund látnir í Japan - sautján þúsund saknað Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan og flóðbylgjuna sem kom á eftir er nú komin yfir tíu þúsund. Rúmlega sautján þúsund manns er enn saknað og tæplega þrjú þúsund manns liggja slasaðir á sjúkrahúsum landsins. Erlent 25.3.2011 07:11
Starfsmenn Fukushima aftur til starfa Starfsmenn Fukushima kjarnorkuversins hafa enn einu sinni snúið aftur til vinnu sinnar við að kæla kjarnaofna versins, en allt starfsfólkið var flutt á brott síðdegis í gær þegar svartur reykur fór að liðast upp frá einum ofninum sem skemmdist þegar jarðskjálftinn reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Óljóst er hvað olli reyknum en engin merki voru um að eldur hefði brotist út og geilslamengun á svæðinu jókst ekki að því er stjórnvöld segja. Erlent 24.3.2011 08:43
Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Erlent 23.3.2011 21:48
Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Erlent 22.3.2011 22:37
Tjónið í Japan metið á 35.000 milljarða Samkvæmt nýju mati japanskra stjórnvalda er tjónið vegna náttúruhamfaranna þar í landi nú metið á allt að 35.000 milljarða kr. eða sem samsvarar landsframleiðslu Íslands í 200 ár. Viðskipti erlent 23.3.2011 08:23
Geislavirkt kranavatn í Tókíó Heilbrigðisyfirvöld í Tókíó vara nú við því að geislamengun í kranavatni borgarinnar sé svo mikil að ungabörn megi alls ekki drekka það. Sumstaðar í borginni er mengunin tvöföld á við það sem eðlilegt getur talist. Erlent 23.3.2011 08:13
Bjargað eftir níu daga í húsarústum Sextán ára gamall piltur sem bjargað var úr húsarústum í norðurhluta Japans ásamt ömmu sinni eftir níu daga segir þau hafa nærst á vatni og flögum. Staðfest er að tala látinna sé nú nærri níu þúsund og um þrettán þúsund er enn saknað. Erlent 21.3.2011 20:22
Ástandið skárra í Fukushima Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að ástandið í Fukushima kjarnorkuverinu fari nú batnandi en hættuástand hefur verið á svæðinu frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir og flóðbylgjan kom í kjölfarið. Dregið hefur úr geislun frá verinu þar sem menn hafa keppst við að kæla kjarnakljúfana. Talsmaður stofnunarinnar áréttaði þó að ástandið væri enn mjög alvarlegt. Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan fer enn hækkandi. Nú er staðfest að 8.450 hafi farist og er tæplega þrettán þúsund manna enn saknað. Erlent 21.3.2011 07:07
Bjargað úr rústum eftir níu daga Áttræðri konu og sextán ára barnabarni hennar var bjargað úr rústum húss í Ishinomaki í Japan í gær, níu dögum eftir skjálftann þar í landi. Þau höfðu verið föst í húsinu en komust í ísskáp og gátu því nærst. Þau eru nú á spítala. Erlent 20.3.2011 22:10
Fukushima-aðgerðir ganga vel - verinu verður lokað Kjarnorkuverinu í Fukushima verður lokað þegar björgunaraðgerðum þar lýkur. Þær hafa borið árangur síðustu tvo sólarhringa og því er geislavirkni á svæðinu minni en verið hefur. Erlent 20.3.2011 18:48
Tala látinna í Japan fer síhækkandi Rúmlega átta þúsund manns eru taldir af eftir jarðskjálftann í Japan á fyrir rúmri viku síðan. Þá er tæpleg þrettán þúsund manns saknað samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Erlent 20.3.2011 16:51
Vonir um að kælikerfin í Fukushima verði endurræst í dag Verkfræðingum við Fukushima kjarnorkuverið hefur tekist að leggja rafmagnskapal að verinu og því ætti að verða mögulegt í dag að endurræsa kælikerfin við hina sködduðu kjarnorkukljúfa sem lekið hafa geislavirkum efnum út í andrúmsloftið undanfarna daga. Erlent 18.3.2011 07:23
Geislun nær varla hingað Langsótt er að geislun úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafi áhrif á Íslandsmiðum, að mati Héðins Valdimarssonar, haffræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni. Erlent 17.3.2011 22:17
Íslendingum á Tókýó svæðinu ráðlagt að halda suður á bóginn Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan. Íslendingum sem staddir eru á Tókýó svæðinu eða þar fyrir norðan er einnig ráðlagt að flytja sig suður á bóginn. Innlent 17.3.2011 10:59
Örvænting breytist í reiði meðal Japana Örvænting meðal eftirlifandi Japana á þeim svæðum sem harðast hafa orðið úti í náttúruhamförunum þar í landi er nú að breytast í reiði í garð stjórnvalda. Erlent 17.3.2011 07:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent