Formúla 1

Rússinn Petrov þakklátur fyrir stuðning Renault

Sebastian Vettel og Vitaly Petrov fagna hvor öðrum í Melbourne í gær.
Sebastian Vettel og Vitaly Petrov fagna hvor öðrum í Melbourne í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson
Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton.



Petrov lét ekki Fernando Alonso ógna sér á lokasprettinum, rétt eins og í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Stóðst honum snúning á Renault bílnum. Veturinn var erfiður hjá liði Petrovs þar sem Robert Kubica, liðsfélagi Petrovs slasaðist alvarlega í rallkeppni og enn er óljóst hvort hann keppir á ný.



"Ég er hæstánægður að komast á verðlaunapall, sérstaklega eftir erfiðan vetur hjá liðinu. Jafnvel á æfingum vissum við ekki stöðu okkar gagnvart keppinautum okkar, en bættum bílinn í sífellu", sagði Petrov.



"Ég ræsti vel af stað í mótinu, sem var lykillinn að árangri mínum, því ég komst framúr Alonso og Button og hafði auða braut fyrir framan mig. Gat gætt þess að passa upp á dekkin, þó ég tæki á bílnum."



"Við vorum með rétta þjónustuáætlun. Tókum tvö hlé og það virkaði vel. Ég er þakklátur liðinu fyrir að styðja við bakið á mér í vetur. Þessi úrslit eru fyrir alla og ég er algjörlega í skýjunum", saqði Petrov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×