Byggjum ímynd á staðreyndum Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. mars 2011 09:27 Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni. Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt - Raddir vorsins þagna - árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Öll þessi atvik og önnur til sýndu fram á að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist. Íslendingar hafa lagt lóð á vogarskál alþjóðlegrar umræðu um mengun með áherslu á hafið. Við sjáum ávöxtinn af því starfi í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR - samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því framgengt að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað. Það hefur því margt áunnist á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir þennan árangur á alþjóðavísu höfum við ekki lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar. Á síðustu árum höfum við séð svifryk verða að heilbrigðisvandamáli í höfuðborginni. Mengun af völdum brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum er nýlegt vandamál sem kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur einnig vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf. Sú spurning vaknar því hvort við höfum ef til vill orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi gera betur. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að vernda gæði vatns. Einnig er starfandi nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem skilar niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun - jafnt utandyra sem innanhúss - sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að hefja samskonar endurskoðun á stefnu okkar á sviði mengunarvarna og vöktunar. Þannig getum við byggt ímynd Íslands á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni. Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt - Raddir vorsins þagna - árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Öll þessi atvik og önnur til sýndu fram á að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist. Íslendingar hafa lagt lóð á vogarskál alþjóðlegrar umræðu um mengun með áherslu á hafið. Við sjáum ávöxtinn af því starfi í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR - samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því framgengt að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað. Það hefur því margt áunnist á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir þennan árangur á alþjóðavísu höfum við ekki lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar. Á síðustu árum höfum við séð svifryk verða að heilbrigðisvandamáli í höfuðborginni. Mengun af völdum brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum er nýlegt vandamál sem kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur einnig vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf. Sú spurning vaknar því hvort við höfum ef til vill orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi gera betur. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að vernda gæði vatns. Einnig er starfandi nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem skilar niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun - jafnt utandyra sem innanhúss - sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að hefja samskonar endurskoðun á stefnu okkar á sviði mengunarvarna og vöktunar. Þannig getum við byggt ímynd Íslands á staðreyndum.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar