Byggjum ímynd á staðreyndum Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. mars 2011 09:27 Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni. Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt - Raddir vorsins þagna - árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Öll þessi atvik og önnur til sýndu fram á að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist. Íslendingar hafa lagt lóð á vogarskál alþjóðlegrar umræðu um mengun með áherslu á hafið. Við sjáum ávöxtinn af því starfi í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR - samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því framgengt að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað. Það hefur því margt áunnist á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir þennan árangur á alþjóðavísu höfum við ekki lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar. Á síðustu árum höfum við séð svifryk verða að heilbrigðisvandamáli í höfuðborginni. Mengun af völdum brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum er nýlegt vandamál sem kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur einnig vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf. Sú spurning vaknar því hvort við höfum ef til vill orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi gera betur. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að vernda gæði vatns. Einnig er starfandi nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem skilar niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun - jafnt utandyra sem innanhúss - sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að hefja samskonar endurskoðun á stefnu okkar á sviði mengunarvarna og vöktunar. Þannig getum við byggt ímynd Íslands á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni. Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt - Raddir vorsins þagna - árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Öll þessi atvik og önnur til sýndu fram á að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist. Íslendingar hafa lagt lóð á vogarskál alþjóðlegrar umræðu um mengun með áherslu á hafið. Við sjáum ávöxtinn af því starfi í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR - samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því framgengt að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað. Það hefur því margt áunnist á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir þennan árangur á alþjóðavísu höfum við ekki lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar. Á síðustu árum höfum við séð svifryk verða að heilbrigðisvandamáli í höfuðborginni. Mengun af völdum brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum er nýlegt vandamál sem kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur einnig vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf. Sú spurning vaknar því hvort við höfum ef til vill orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi gera betur. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að vernda gæði vatns. Einnig er starfandi nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem skilar niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun - jafnt utandyra sem innanhúss - sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að hefja samskonar endurskoðun á stefnu okkar á sviði mengunarvarna og vöktunar. Þannig getum við byggt ímynd Íslands á staðreyndum.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar