Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2011 14:45 Glæstur ferill Braford á Íslandi endaði á bekknum þar sem hann átti afar erfitt með sig. Mynd/Valli Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar." Dominos-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar."
Dominos-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik