Litlir eða stórir grunnskólar Gunnlaugur Sigurðsson og Haraldur Finnsson skrifar 24. mars 2011 09:59 Haraldur Finnsson fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla Miklar umræður hafa verið undanfarið vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda í Reykjavík á stjórnun og skipan leik- og grunnskóla í Reykjavík. Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum. Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að flytja til unglingadeildir og hafa þær færri og stærri. Undirritaðir eyddu starfsævi sinni við kennslu og stjórnun í unglingaskólum og teljum okkur því þekkja nokkuð til þeirra mála. Um árabil einkenndist uppbygging grunnskóla í Reykjavík af heildstæðum skólum með 1.-10.bekk. Eftir stóðu þrír skólar sem eingöngu voru með unglingadeildir. Í nýbyggðum hverfum er gjarnan mikill barnafjöldi fyrstu árin en síðan fækkar mjög, þó mismunandi eftir samsetningu íbúða í hverfunum. Undanfarin ár hefur fækkað mjög í mörgum þessara heildstæðu skóla, árgangar farið niður í einn til tvo bekki. Slíkar einingar eru erfiðar og dýrar í rekstri. Á barnastigi hefur víða verið þróuð samkennsla árganga til hagræðingar og reynst vel. Á unglingastigi er slíkt erfiðara. Ætlast er til að unglingar eigi kost á verulegu vali í námi eftir áhuga og vilja. Í litlum unglingadeildum er nánast ómögulegt að bjóða upp á fjölbreytt val og alls ekki nema með verulegum kostnaði. Þá eru mjög að aukast kröfur um að duglegir nemendur geti hafið nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi þegar í efstu bekkjum grunnskólans og geti þannig flýtt fyrir sér í framhaldsskólanum. Í umræðum um styttingu framhaldsskólans hefur verið rætt um að flytja hluta námsefnis framhaldsskólans niður í grunnskólann. Á unglingastigi verður að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni í námi. Til að slíkt sé gerlegt þarf nokkra bekki í hvern árgang og sérhæfða kennara í hinum ýmsu námsgreinum. Kennara sem hafa bæði fagkunnáttu og áhuga á námsefninu til að kveikja áhuga meðal nemendanna. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem miðuð er við unglingsárin og umbrotin sem þeim fylgja. Mikla námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, sérkennslu fyrir þá sem þess þurfa, fjölbreytt úrval list- og verkgreina og ekki síst öflugt og fjölbreytt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að koma til móts við þessar kröfur allar er ljóst að sæmilega stórar einingar á unglingastigi eru mjög hagkvæmar, bæði fjárhagslega og ekki síður faglega. Í fámennum byggðarlögum verður ekki hjá því komist að búa við fámennar unglingadeildir en í þéttbýlinu hér er það óþarfi. Undanfarið hafa komið fram áhyggjur af að drengir virðast þrífast verr en stúlkur í grunnskólanum, ekki síst á unglingastiginu. Stórir unglingaskólar geta boðið upp á mikla fjölbreytni bæði í valgreinum og einnig í námsaðgreiningu eftir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Einhæfni í tilboðum skólans á unglingsaldrinum hlýtur að koma sér illa. Kannanir sýna að raddir um að meiri hætta sé á einelti og áhættuhegðun í stórum unglingadeildum eiga ekki við rök að styðjast. Dæmi eru um að einelti mælist mun minna í slíkum skólum en öðrum. Þá sýna niðurstöður í samræmdum prófum og í Písakönnuninni ótvírætt góðan árangur nemenda í unglingaskólum og stórum unglingadeildum. Nú þegar öllum ætti að vera ljóst að fyllstu hagkvæmni þarf að beita í rekstri ætti ekki að vera erfitt að samþykkja breytingar sem jafnframt benda til faglegra ávinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Haraldur Finnsson fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla Miklar umræður hafa verið undanfarið vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda í Reykjavík á stjórnun og skipan leik- og grunnskóla í Reykjavík. Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum. Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að flytja til unglingadeildir og hafa þær færri og stærri. Undirritaðir eyddu starfsævi sinni við kennslu og stjórnun í unglingaskólum og teljum okkur því þekkja nokkuð til þeirra mála. Um árabil einkenndist uppbygging grunnskóla í Reykjavík af heildstæðum skólum með 1.-10.bekk. Eftir stóðu þrír skólar sem eingöngu voru með unglingadeildir. Í nýbyggðum hverfum er gjarnan mikill barnafjöldi fyrstu árin en síðan fækkar mjög, þó mismunandi eftir samsetningu íbúða í hverfunum. Undanfarin ár hefur fækkað mjög í mörgum þessara heildstæðu skóla, árgangar farið niður í einn til tvo bekki. Slíkar einingar eru erfiðar og dýrar í rekstri. Á barnastigi hefur víða verið þróuð samkennsla árganga til hagræðingar og reynst vel. Á unglingastigi er slíkt erfiðara. Ætlast er til að unglingar eigi kost á verulegu vali í námi eftir áhuga og vilja. Í litlum unglingadeildum er nánast ómögulegt að bjóða upp á fjölbreytt val og alls ekki nema með verulegum kostnaði. Þá eru mjög að aukast kröfur um að duglegir nemendur geti hafið nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi þegar í efstu bekkjum grunnskólans og geti þannig flýtt fyrir sér í framhaldsskólanum. Í umræðum um styttingu framhaldsskólans hefur verið rætt um að flytja hluta námsefnis framhaldsskólans niður í grunnskólann. Á unglingastigi verður að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni í námi. Til að slíkt sé gerlegt þarf nokkra bekki í hvern árgang og sérhæfða kennara í hinum ýmsu námsgreinum. Kennara sem hafa bæði fagkunnáttu og áhuga á námsefninu til að kveikja áhuga meðal nemendanna. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem miðuð er við unglingsárin og umbrotin sem þeim fylgja. Mikla námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, sérkennslu fyrir þá sem þess þurfa, fjölbreytt úrval list- og verkgreina og ekki síst öflugt og fjölbreytt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að koma til móts við þessar kröfur allar er ljóst að sæmilega stórar einingar á unglingastigi eru mjög hagkvæmar, bæði fjárhagslega og ekki síður faglega. Í fámennum byggðarlögum verður ekki hjá því komist að búa við fámennar unglingadeildir en í þéttbýlinu hér er það óþarfi. Undanfarið hafa komið fram áhyggjur af að drengir virðast þrífast verr en stúlkur í grunnskólanum, ekki síst á unglingastiginu. Stórir unglingaskólar geta boðið upp á mikla fjölbreytni bæði í valgreinum og einnig í námsaðgreiningu eftir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Einhæfni í tilboðum skólans á unglingsaldrinum hlýtur að koma sér illa. Kannanir sýna að raddir um að meiri hætta sé á einelti og áhættuhegðun í stórum unglingadeildum eiga ekki við rök að styðjast. Dæmi eru um að einelti mælist mun minna í slíkum skólum en öðrum. Þá sýna niðurstöður í samræmdum prófum og í Písakönnuninni ótvírætt góðan árangur nemenda í unglingaskólum og stórum unglingadeildum. Nú þegar öllum ætti að vera ljóst að fyllstu hagkvæmni þarf að beita í rekstri ætti ekki að vera erfitt að samþykkja breytingar sem jafnframt benda til faglegra ávinninga.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun