Vopnfirðingar fá malbikið í sumar 23. mars 2011 19:50 Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. Vinnuvélarnar standa reyndar hreyfingarlausar þessa dagana en vestfirski verktakinn KNH gerði hlé á vinnunni yfir háveturinn. Tækin verða ræst á ný í apríl, lokaáfanginn kláraður, og Vopnfirðingar fá langþráðar samgöngubætur. Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, segir löngu tímabært að Vopnfirðingar komist í nútímavegasamband og því verði fagnað. Dagsetningin liggur ekki fyrir og framkvæmdastjóri KNH, Sigurður Óskarsson, vill ekki lofa meiru en að vegurinn verði tilbúinn fyrir 1. september. Neðra slitlagið kannski komið á um miðjan ágúst. Hann stefnir hins vegar að því að leggja einnig svokallaða millidalaleið í sumar, sem verður tenging af nýju leiðinni um Vesturárdal, yfir í Hofsárdal, þar sem þjóðleiðin liggur núna. Þótt verklokum verði vafalaust fagnað vel á Vopnafirði telja menn þar þetta eins fyrri hálfleik. Oddvitinn, Þórunn Egilsdóttir, segir að stóra verkefnið sé að grafa göng undir Hellisheiði eystri. Ef Vopnafjörður eigi að vera hluti af Austfjörðum verði göngin að koma. „Það er ekki bara fyrir okkur. Það er líka fyrir hina að komast til okkar," sagði Þórunn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. Vinnuvélarnar standa reyndar hreyfingarlausar þessa dagana en vestfirski verktakinn KNH gerði hlé á vinnunni yfir háveturinn. Tækin verða ræst á ný í apríl, lokaáfanginn kláraður, og Vopnfirðingar fá langþráðar samgöngubætur. Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, segir löngu tímabært að Vopnfirðingar komist í nútímavegasamband og því verði fagnað. Dagsetningin liggur ekki fyrir og framkvæmdastjóri KNH, Sigurður Óskarsson, vill ekki lofa meiru en að vegurinn verði tilbúinn fyrir 1. september. Neðra slitlagið kannski komið á um miðjan ágúst. Hann stefnir hins vegar að því að leggja einnig svokallaða millidalaleið í sumar, sem verður tenging af nýju leiðinni um Vesturárdal, yfir í Hofsárdal, þar sem þjóðleiðin liggur núna. Þótt verklokum verði vafalaust fagnað vel á Vopnafirði telja menn þar þetta eins fyrri hálfleik. Oddvitinn, Þórunn Egilsdóttir, segir að stóra verkefnið sé að grafa göng undir Hellisheiði eystri. Ef Vopnafjörður eigi að vera hluti af Austfjörðum verði göngin að koma. „Það er ekki bara fyrir okkur. Það er líka fyrir hina að komast til okkar," sagði Þórunn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira